Sælir krakkar

Núna 1.Apríl fer í gang Vírus sem heitir Downad betur þekktur sem “Conficker”.

Þið eigið eflaust eftir að fá einhverjar fyrir spurnir um þennan vírus þannig að hér er lýsing á honum ásamt aðgerðum sem hægt er að taka til að losna við hann eða koma í veg fyrir sýkingu.

Munið einnig að passa upp á ykkar einkatölvur heima hjá ykkur.

Þessi vírus er búinn að vera að fjölga sér og dreifast um netið síðan seint á síðasta ári. Þessi vírus er einstaklega fljótur að fjölfalda sig og dreifir sér mjög auðveldlega í gegnum Local net og húkkar sér far með USB lyklum og flökkurum.

Það er ekki vitað með 100% vissu hvað vírusinn mun gera 1.Apríl en það sem vitað er er að vírusinn mun þá hafa samband við um 50.000 lén víðsvegar um heiminn og bíða eftir frekari skipunum. Líklegast er að höfundur vírusinns muni selja aðgang að öllum sýktum vélum til spam sendinga eða einhverra annara óþæginda. Ekki er sérstaklega búist við því að vísrusinn sé til þess gerður að eyðileggja gögn eða vélar en best er að hafa allan vara á.

Að sjálfsögðu eiga allir að uppfæra sínar tölvur og vírsuvarnir reglulega en það er því miður mjög misjafn hvernig fólk stendur sig í því.

Hvernig kem ég í veg fyrir sýkingu?

Fyrst og fremst verður að uppfæra Windows með öryggisuppfærslu MS08-067 sem kom út 23.okt 2008. Til að sjá hvort að tölvan sé með þessa uppfærslu þarf að fara í:
Start -> Control Panel -> Add/Remove programs, haka þar við “Show Updates” og leita eftir „Security Update for Windows XP (KB958644)"

Ef þessi öryggisuppfærsla er ekki til staðar er hægt að sækja hana hér: http://www.microsoft.com/technet/security/Bulletin/MS08-067.mspx og setja hana inn STRAX!
Því næst þarf að uppfæra þá vírusvörn sem verið er að nota á tölvunni og þá ætti allt að vera í himna lagi.
-axuz