Ég er semsagt með tvö smávægileg vandamál.

Ég með sjónvarpið tengt við tölvuna og nota það sem 2ndary screen með extended desktopi. Sjónvarpið er vinstrameginn við skjáinn minn og þegar ég er að draga hluti yfir af aðal skjánum yfir á sjónvarpið þá þarf ég að færa það hægra meginn á desktopið, er hægt að fiffa þetta einhvernveginn þannig ég dragi hlutina vinstrameginn? (Ég get ekki fært skjáinn hægrameginn við sjónvarpið)

Og svo er það hitt vandamálið, ég er með 320gb harðadisk en hann kemur út sem 127gb diskur. Ég var búinn að sjá grein um hvernig maður á að laga þetta í windows XP og öðrum eldri windowsum en ekki Vista.

Vona að þið skiljið þetta, endilega póstið svörum ef við hafið einhver.

Takk