Jæja held að þetta sé staðurinn sem ég eigi að spurja af þessu.

Það vill svo skemmtilega til að talvan min er farin að frosna virkilega oft hjá mér. Er að restarta henni á 15 min fresti. Þetta gerist þegar ég læt tölvuna vinna eitthvað að viti(ekki mikið process í gangi samt sem áður) Ég fer t.d í tölvu leik með kveikt á msn og winamp eða eitthverju tónlistar forriti. Þá byrjar hljóðið að detta út og eina sem heyrist er hratt tikk í hátölurunum. Þegar þetta tikk kemur þá líða svona 10-30 sek þangað til að talvan frosnar.

Þar sem þetta gerist þegar talvan er að vinna eitthvað þá býst maður við því að þetta hafi eitthvað með innraminnið að gera. Ég er með 1 512mb minni og annað 1gb minni í tölvunni svo hún ætti nu ekki að vera of vinna sig neitt.

Ég er nýbúinn að setja hljóðkort frá M-audio fyrir Pro-Tools forritið inní tölvuna. Mig grunar að þetta sé það en ég hef verið með það áður í tölvunni án þess að það hafi verið nokkuð vandamál fyrir greyið.

Ef þið kannist eitthvað við þennan vanda endilega hjálpið mér :D
Hreggi