Svo er mál að vexti að ég keypti mér fartölvu fyrir mánuði eða svo. Nú hefur komið uppsú staða að ég get bara alls ekki ræst Vista eðlilega, þó svo að ég sé að skrifa þetta á þeirri tölvu sem er ekki að virka.

Þegar ég ræsi hana kemur þetta boot screen frá framleiðandanum (Backard Bell) og síðan Windows loading screen. Eftir það kemur svart og svo er eins og það slökkni á tölvunni. Þá endurræsi ég hana og þá kemur það sama EN eftir Windows loading barin þá kemur villuboði; Windows can not boot as it should. Would you like to:
Run Windows Vista save mode
Start Windows normally.

Ef ég vel save mode þá fer ég í save mode OG skanna með Lykla Pétri. Hann finnur engar veirur en það eru hins vegar nokkrar skrár sem hann getur ekki opnað. Eftir það get ég restartað tölvunni og þá startast Windows ein og ekkert sé.

En ef ég vel normal start up þá þarf ég að “resetta” hana, ekki ég samt, Vista gerir það sjálft. Eftir það virkar talvan fínt.

Nú er spurningin; er þetta Vírus eða hégómagirni Windows Vista?

Fyrir fram þakkir með ósk um hjálp.

Bætt við 19. október 2008 - 16:54
Packard Bell**
omglolwutfail