Síðan ég lenti í vírus-veseni með lappann minn (Vista Home Premium 32 bita OS) kvartar hann í ræsingu yfir því að RunDLL.exe finni ekki ssqQkLCU.dll. Ég finn ekkert um þennan dll á google nema einn link á franskt spjallborð sem segir mér ekki rassgat. Mig grunar að þessi fæll sé eitthvað ógeð úr vírusnum sem RunDLL sé ennþá að reyna að keyra þó vírusvörnin hafi drepið hann fyrir löngu. Get ég einhvern veginn tekið þennan fæl út úr listanum yfir það sem RunDLL keyrir svo hann hætti að gefa mér þessa villumeldingu í hvert skipti sem ég ræsi Windows?
Peace through love, understanding and superior firepower.