Jæja, ég náði loksins að wipa harða diskinn minn og setja allt upp ferskt og splitta harða disknum, eins og var svo frábærlega lýst hér í gamalli grein eftir izelord.
En nú sit ég uppi með vandamál: C: drifið er 10gb og er það undir stýrikerfið og svo er restin undir D:, en núna eru Program Files og Documents and Settings folderarnir bara á C: drifinu og allt sem ég sæki eða installa fer inná annan þeirra á meðan stóri hlutinn á D: drifinu stendur algjörlega auður!
Hvernig breyti ég þessu? - s.s. þannig að Program files og öll mín gögn fari inná D:?

Fyrirfram þakkir, hef aldrei skrifað hér sjálf en lesið mér til um margt nytsamlegt hérna frá ykkur fróðu notendum, en núna er ég í klípu! :)