Ok, tölvan er í rusli. Fyrir um mánuði síðan fór windows media playerinn í hakk, maður gat ekki farið inní hann. Ég uninstallaði honum og náði í nýjann en þá kom bara “You already have the latest player installed” .
Svo er það leitin mín. Ég klikka á search og þá kemur glugginn upp en allt hvítt þar sem leitin er.

Það er ekki búið því núna áðan þá tók ég eftir því að user accounts er líka bara hvítur gluggi.

Ég fór með hana í viðgerð áður en ég tók eftir að leitin og user accountinn var bilaður og þeir sögðu að stýrikerfið væri líklegast bilað.

Er að spá hvort ég þurfi að formata hana uppá nýtt. Vona að einhver kunni lausn á öllu saman.

P.S er með Windows XP service pack 2