Okay, er í smá bobba hérna.

Þannig er mál með vexti að ég fékk mér svona þráðlausan hub frá Speedtouch.
Áður fyrr var ég með lappan tengdan við borðtölvuna með crossover kapli og notaði LAN-ið frekar mikið, borðtölvan eiginlega geymsluplássið fyrir lappan. En núna eftir að ég fékk mér þráðlausa dæmið þá er eins og ég nái ekki að finna hvoruga tölvuna.
Netið virkar og allt það og ég er búinn að prófa setja upp local area networkið aftur upp en ekki virkar það. Hefði haldið að þetta ætti ekki að vera neitt mál en er einhver sem hefur lent í sama vandamáli eða er með einhverja laus á þessu.
Þar sem þetta er svoldið mikið mál fyrir mig því að ég þarf nú að nota prentarann og allt þetta dæmi.

Takk fyrir.