Nei, ég ætla ekki að ræða um sama 12 spora kerfi sem alkarnir fylgja, heldur því sem Hotmail notendur fylgja til að stækka inboxið sitt.

Nú veit ég ekki hvort einhver hefur póstað þessu áður, einfaldlega vegna þess að ég nennti ekki að leita, þannig að fyrir þá sem ekki vita eða vissu þá af þessu, þá er þetta fínt fyrir þá, aðrir bara lesið þetta bara ykkur til fróðleiks!

Sem svar við Gmail aðganginum sem Google stendur fyrir þá hefur Micro$oft verið að standa fyrir uppfærslum á sínum póstaðgöngum og verið að stækka þá. Gallinn er hins vegar að þetta process hjá þeim er svo djöfulli slow að menn nenna ekkert að bíða, þannig að þessi aðferð er aðeins til að flýta fyrir, endilega notið þetta því þetta einfalt og fínt fyrir þá sem vilja.

12 spora kerfið:
—————-
1) Loggaðu þig inná Hotmailið þitt.

2) Smelltu á ‘Personal’ undir ‘Options’

3) Veldu ‘My profile’

4) Breyttu ‘Country’ í United States. Leyfðu svo vafranum að hlaða upp stillingunum fyrir það land.

5) Breyttu ‘state’ í Florida og ‘zip code’ í 33332

6) Smelltu á ‘Update’

7) Smelltu á ‘Continue’

8) Farðu í ‘Language’ og vertu viss um að enskan sé á.

9) Til að varðveita emailunum í inboxinu þínu er fínt að búa til temporary möppu og henda þeim yfir í hana. Ég geri ráð fyrir að ég þurfi ekki að lýsa fyrir mönnum hvernig það er gert, þ.e. búa til möppu (e. folder) og færa öll email úr inboxinu í þá nýju. Við kunnum það öll, er það ekki?

10) Paste'aðu svo þessari krækju í sama gluggann: http://by17fd.bay17.hotmail.msn.com/cgi-bin/Accountclose

11) Bíddu þangað til skjárinn segir að Hotmailinn þinn sé ‘Closed and ready to be deleted’. Smelltu svo á ‘Close Account’.
Farðu og loggaðu þig svo aftur inn og endurræstu svo Hotmail aðganginn þinn.

12 ) Stærðin á inboxinu þínu ætti nú að vera í 25 mb og innan mánaðar fara upp í 250 mb.

Hlægilega einfalt og tekur örfáar mínútur. Vonandi hafa einhverjir gagn af þessu.

Takk fyrir lesturinn.
kv, Carpenter.
-axuz