Jæja núna stend ég frammi fyrir þeim vanda að vera með 3 vírusa sem ég næ ekki að eyða. Þetta byrjaði þannig að ég komst ekki í tölvuna og þurfti að nota windows diskinn til að repaira, það virkaði og ég komst inn. Allir 3 vírusarnir heita “W32.Funner” ég er með northon antivirus frá 2003 og nýbúinn að updatea. Það sem er sýkt heitir IEXPLORE.EXE í stystem32, rundll32.exe í windows og svo userinit32.exe í system 32. Þetta er allt sýkt af “W32.Funner” Er eitthvað vit í því að deletea þessu eða skipta þessir filer einhverju miklu?? Svo var ég að spá í að formata, ég er með windows xp diskinn, bara einn disk, ef ég set hann í og starta honum þegar ég restarta þá get ég formatað, en installar diskurinn stýrikerfinu líka?
Síðan er málið það að ég er með einn 120gb harðan disk og er honum er skipt í tvennt, C og E - Get ég formatað bara C hlutan? Hjálp væri mjög vel þegin!