Windows 7 Ég náði í Betu build 7000 af Windows 7 og ákvað að prófa það að gamni, þar sem ég hafði heyrt að þetta ætti að vera betra og hraðara heldur en Vista, ásamt því að vera með meiri stöðugleika gagnvart forritum frá fyrri Windows kerfum.

Ég verð nú bara að segja að það er hárrétt. Ég er að vísu ekki með mikla reynslu af kerfinu, en á þessum sólarhring sem ég hef haft þetta kerfi, langar mig bara ekkert að fara aftur yfir í XP. Ég er m.a.s. að spá í að setja þetta upp á lappanum - þó þetta sé Beta!

Það fer samt ekki á milli mála að Windows 7 er byggt að mestu leyti á Vista, allavega hvað varðar útlit. Beinagrindin er eiginlega alveg eins. Hins vegar er ýmislegt í Windows 7 sem þekkist ekki í Vista. Ég ætla að renna yfir nokkur atriði.

En þrátt fyrir nokkra auka fídusa, hvað er þá betra við Windows 7 heldur en Windows Vista? Það er náttúrulega númer eitt, tvö og þrjú, samhæfni stýrikerfisins á forritum frá fyrri kerfum. Windows 7 er með innbyggðan svokallað “Compatibility Center” sem sér fyrst og fremst um að láta forritin virka.

Fyrsta skrefið

Uppsetningin á Windows 7 er ótrúlega einföld og þægileg. Ég setti uppsetninguna í gang, fór í skólann, kom heim og allt var tilbúið til notkunar. Eina sem var eftir var að velja notandanafn og lykilorð fyrir kerfið.

Kerfið setti upp alla drivera fyrir mig þannig ég gat strax farið og horft á bíómyndir, hlustað á tónlist og farið á netið. Ég þurfti í alvöru ekki að setja upp einn driver. Virkilega þægilegt!

Device Stage

Þetta er sér svæði þar sem öll utan á liggjandi tækin þín eru saman á einum stað. Til dæmis prentarar, símar, mp3 spilarar, myndavélar, o.s.frv. Einnig þarf enga drivera, Windows 7 er með allt innbyggt og sér um allt fyrir mann.

HomeGroup

Einföld og þægileg leið til að sameina allar tölvur á heimilinu svo lítið mál sé að deila skrám og öðru efni.

Ef tölva með Windows 7 er á innraneti (LAN) og það er tengt aðra tölvu með Windows 7 við innranetið, kemur sjálfkrafa upp gluggi sem spyr hvort maður vilji stofna HomeGroup. Þá fær maður möguleika hverju maður vill deila; myndum, tónlist, myndböndum, skrám eða prenturum.

Ef farið er svo í Device Stage (gluggann með öllum tækjunum manns), birtast tækin sem aðrar vélar hafa deilt með þér. Ef það vantar driver, installar Windows 7 og HomeGroup þeim fyrir þig.

Touch

Ef maður er með snertiskjá getur maður stjórnað kerfinu án músar og notað bara puttann í staðinn.

Nýi taskbarinn

Það tók mig smá stund að venjast þessum nýja taskbar. En hann virkar þannig að þú getur dregið hvaða forrit sem er hvert sem er, ásamt því að þú getur fest/losað (pin/unpin) það þar sem þú vilt. Ég hugsa að þetta sé í staðinn fyrir Quick Launch og úreldan taskbar síðan úr Windows 95.

Einnig þegar þú ferð yfir ákveðið forrit, kemur upp lítið sýni hvernig forritið lítur út þegar það er opið. Svo þegar þú ferð yfir sýnið kemur stór mynd af forritinu. Þetta finnst mér algjör snilld.

Jump Lists

Þetta er svipað fyrirbæri og “Recent Documents” í XP, nema það að nú geturu séð lista yfir það sem þú notar/opnar að staðaldri.

Einnig þegar þú ert með eitthvað forrit opið og hægri smellir á það í taskbarnum, birtir hún lista yfir skjöl sem þú hefur notað oft/áður.

Notkun glugga

Þú getur dregið einhvern glugga að toppnum á skjánum og glugginn tekur yfir allan skjáinn.

Ef þú ert að vinna með tvö forrit í einu, eða ert að afrita einhvern texta yfir í annað skjal, o.s.frv. geturu dregið báða gluggana í sitthvorar áttirnar á skjánum. Þá skiptast þeir og taka sitthvorn helminginn af skjánum.

Ef þér liggur á og vantar að sjá eitthvað á desktopinu geturu sleppt því að fara á desktopið og bara skoðað það í staðinn. Lengst niðri í hægra horninu er takki sem þú annað hvort smellir á eða heldur músinni yfir.

Að lokum er svolítið sniðugt, en ef þú ert að vinna með marga opna glugga, geturu tekið einn gluggann og hrisst hann svolítið (fært hann frá hægri til vinstri til skiptis) og allir hinir gluggarnir hverfa niður. Svo geriru það sama til að fá þá aftur upp á skjáinn.

Internet Explorer 8

Internet Explorer er alltaf að koma til með betri og þægilegri fídusa. Ég ætla nú ekki að fara neitt djúpt í þá, þar sem það væri ábyggilega efni í aðra grein. En samvinnan hjá Windows 7 og Internet Explorer 8 gerir vöfrun auðveldari og þægilegri.

Til dæmis ef þú ert með helling af flipum opna í vafranum, geturu farið í taskbarinn og haldið músinni yfir og þá sérðu myndasýni af öllum flipunum. Þaðan getur þú auðveldlega farið á einhvern ákveðinn flipa eða lokað honum, án þess að þurfa að gera það inni í vafranum sjálfum.

Ég myndi vilja að þetta væri líka svona með FireFox, en auðvitað verður það ekki þannig. Allt spurning um samkeppni.

Internet Explorer 8 er hlaðið fleiri fídusum, eins og t.d. InPrivate, Instant Search, Accelerators, Web Slices, o.s.frv. Kynnið ykkur málið bara betur.

Windows Live

Þetta er alltaf að verða sniðugra og sniðugra. Þetta eru sem sagt fullt af forritum sem vinna m.a. á netinu og tengjast öll saman með sérstöku Live ID. Á meðal forritanna eru t.d. Messenger, tölvupóstforrit, myndasafn, bloggritill, o.s.frv.

Þetta er samt voða svipað og Google er með, þannig Microsoft menn voru ekki að koma með eitthvað nýtt, þó þetta sé mjög gagnlegt fyrir þá sem ferðast mikið og eru mikið í mismunandi tölvum.
[hr]
Á heildina litið er þetta mjög flott stýrikerfi. Mjög hratt, mjög skilvirkt, auðvelt og þægilegt. Ég hef til dæmis aldrei séð FireFoxinn minn éta svona lítið minni og aldrei séð hann með svona litla vinnslu á örgjörvanum.

Kerfið vinnur mjög vel og það er bara hreint út sagt ótrúlegt að þetta sé Beta, þar sem þetta vinnur mjög vel og mun betur en mörg stýrikerfi/forrit sem eru búin til af Microsoft og löngu komin úr Betu.

Ég er búinn að setja upp öll forrit sem mig vantar og það hefur ekki komið upp eitt einasta vandamál hingað til. Þegar ég var með Vista komu villur hægri vinnstri, þannig þetta er mikil framför.

Það er hins vegar eitt sem ég sé athugavert við þetta og það er það að Messengerinn (MSN/WLM) fer ekki í system tray, en það er það eina!

Hvað varðar leiki þá ætla ég að prófa að setja upp einhverja og athuga hvernig kerfið höndlar þá. En þar sem þetta kerfi er ennþá í Betu þá er svolítið ósanngjarnt að setja út á ef kerfið styður ekki alla leiki.

En ég mæli hiklaust með því að þið prófið þetta og dæmið fyrir ykkur sjálf. Sjón er sögu ríkari.

http://www.microsoft.com/windows/windows-7/beta-download.aspx
Gaui