Hrmf.

Er búinn að vera að fikta í XP í smátíma og ætlaði að fara að skanna á fína gamla HP Scanjet 4c SCSI scannanum mínum. Fór á hp.com og ætlaði að sækja xp drivera og komst að því að hvorki microsoft né HP vilja að ég noti hann lengur:

“Due to the age of technology of the HP Scanjet scanner listed below, neither Microsoft nor Hewlett-Packard is developing Windows XP software drivers.”

<i>Bull</i> hugsaði ég og ákvað að fara og sækja gamla vin minn windows 2000 driverinn.

<a href=“ftp://ftp.hp.com/pub/scanners/software/sj166en.exe”>Þetta hér</a> á að vera “windows 2000 eingöngu” driver fyrir þessa skanna - en eins og ég vissi vel flaug hann inn og virkar fínt á XP. Get meiraðsegja TWAIN acquire-að í photoshop og alles. Bjútefol.

En ég verð rosalega pirraður þegar einhver <b>djöfulsins fáviti</b> í útlöndum ákveður að nú þurfi ég að fara að fjárfesta í nýjum búnaði því sá gamli er … það. Gamall. Eingöngu. Ekkert að honum. Ekkert svo gamall heldur.

Pjah.

Fyndna við þetta er að ég gat jafnvel notað skannan strax og ég var búinn að stinga honum í samband við tölvuna í gegnum e-ð svona default windows skannainterface - gat bara ekki ráðið litastillingunum nógu vel og þurfti því að sækja DeskScan forritið.

-k-
-k-