Heimsendir árið 2880 ? Talið er líklegt að lofsteinn sem er u.þ.b 1km í þvermáli muni skella á jörðinni árið 2880 og í versta falli valda gjöreyðingu með eiturskýi sem færi yfir alla jörðina!

Árið 1950 sást fyrst til þessa loftsteins og var hann þá kallaður “1950 DA”. Aftur sást svo til hans á gamlárskvöldið árið 2000 og gátu þá vísindamenn kannað hann mun betur en þeir sem sáu hann 1950. Mörg þúsund útreikningum síðar hafa þeir komist að þeirri niðurstöðu að mjög líklegt sé að þessi lofsteinn muni rekast á jörðina í mars árið 2880 en með tæplega 900 ár í forskot vonast vísindamenn til þess að eitthvað muni getað verið gert til þess að koma í veg fyrir árekstur t.d með sprengingum á yfirborði lofsteinsins til að reyna að breita stefnu hans (hringja kannski bara í Bruce Willis).
Næst mun “1950 DA” fara framhjá jörðinni árið 2032 og þá munu vísindamenn fá enn fleiri gögn um hann og geta dregið fleiri ályktannir.

En þó svo við munum alveg örugglega ekki lifa til þess að upplifa þetta fær þetta mann samt til þess að hugsa að lífið er stutt og gæti endað hvenær sem er…eins og fyrir nokkrum árum þegar lofteinn sem hefði getað eytt jörðinni fór á milli jarðarinnar og tunglsins og vísindamenn gerðu sér ekki grein fyrir því fyrr en eftir á!

Pís on örþ!
Nei engin undirskrift hjá mér