Trú

Trú byggist á því að halda einhverju fram án stuðnings við sýnileg gögn. Þeir sem trúa á guð í hvaða samhengi sem er, Kristni, Gyðingdóm, Islam eða hverslags theista eru að trúa að eitthvað/einhver gerði eitthvað án þess að nokkur gögn styðji það, semsagt bara trúa. Hvort sem það er að skapa heiminn, skapa okkur eða stjórna veðri og vindum.

Trúleysi

Trúleysi, allavega eins og ég skilgreini það, er að telja að enginn guð hafi gert nokkuð sökum skorts á gögnum sem sýna fram á það.

Fólk sem gagnrýnir trúleysi á þann hátt að trúleysi þarfnist trúar (sjá þá ekki augljósa þversögn setningarinnar), eru að skilgreyna trúleysi sem trú á að guð sé ekki til.
Það er mjög óvísindalegt og órökrétt að útiloka þann möguleika að eitthvað sé til sem getur allt, en einnig mjög órökrétt að reikna með því. Þeir sem útiloka möguleika, hvort sem það að það sé til eða sé ekki til er trú, engin lygi í því, en algjör rökleysa að halda fram að trúleysi þarfnist trúar.

Oft er farið í málfræðina og gripið í enskuna; Atheist þýðir án trúar meðan theist þýðir með trú. Einn möguleiki kom í viðbót, agnostic, en þeir eru á báðum áttum. Vandamálið með agnostic, eins og ég skil það, er að þar eru möguleikarnir 50/50, jafnir möguleikar á að guð sé til eða ekki, þó tel ég lýkurnar á guði mun minni en það EN útiloka hann ekki.

Annars er þetta leiðinda málfræði og getur leitt áhugaverðar rökræður um almáttugann skapara yfir í eitthvað allt annað.

Ef fólk trúir er það þeirra mál, ég hef gaman af rökræðum um trú og efast ekki um að nokkrir trúaðir hafi það líka, miðað við það hversu margir þeirra taka þátt í þeim.
Hins vegar þegar einhver trúaður kemur með þann punkt að trúleysi þarfnist trúar, vinsamlegast beinið þeim á þennan pistil þar eð, ég tel mig vera búinn að útskýra það hér að svo er ekki.

Góðar stundir og gleðileg jól.
RAmen.