Hérna, hvenær og hvernig byrjaði skíða eða brettaferill ykkar? Það væri gaman að fá svoleiðis sögur hingað inn, kannski nokkrar línur.

Ég skal allavegana byrja: Þetta byrjaði nú bara þannig að pabbi minn hafði mikinn áhuga á skíðum og keypti bara notuð skíði og klossa á mig þegar ég var um 6-7 ára. Hann hafði kennt nokkrum árum áður á skíði og tók mig nánast í einkakennslu og hef ég síðan þá kunnað á skíði. En inná milli fékk ég bretti en festi mig því miður ekki í því og er bara á skíðum núna. En allavegana þá hef ég aldrei farið í skíðakennslu *stolt* en maður ætti kannski að prófa og sjá hvað maður getur.
^_^