Málið er að nýlega uppfærði ég draslið mitt með Sapphire ATI Radeon X1600 PRO + MSI PM8M-V móðurborði og nýrri Zalman viftu þegar ég komst að því að sú eldri var ekki fylgdi ekki beint neinum standards.

Vonaðist ég til þess að ég fengi eitthvert massíft FPS boost í WoW(Sem ég spila töluvert) en svo varð því miður ekki. Overclockaði ég því bæði memory og VPU um 40 mhz(Gerði meira en sá smá rifur og lækkaði til öryggis) og örgjörvann um 400 mhz.

Er með 2.0 ghz Celeron örgjörva sem fylgdi tölvunni sem keypt var í tölvulistanum þegar ég fermdist og vissi ég ei hvað ég var að kaupa. En þegar ég overclockaði um þessi 400mhz þá fékk ég ágætis FPS boost, en hef hins vegar hugsað mér að kaupa nýjann næstu mánaðamót þegar ég hef efni.

Ég get ekki keypt mér nýtt móðurborð(þar sem ég var að kaupa nýtt) en ég vill samt sem áður fá mér nýjann örgjörva, og þess vegna spyr ég; Myndi 3.4 ghz P4 með Hyper-threading + skjákortið mitt og 1.5gb ram(1gb@200mhz+512mb@166mhz=1.5gb@166mhz) ekki reynast mér ágætlega til að spila WoW og aðra leiki ? Ekki endilega í hæstu stillingum, bara þannig að ég sé ekki hikstandi um.

Þakka fyrirfram fyrir öll vís svör(Óvísum getið þið troðið ..)