Jæja,

Ég er að spá hvert vandamálið er ef tölvan frýs þegar búið er að vera í leik eins og t.d. Counter-Strike (source ef það skiptir máli), í rúma mínútu. Það er ekki á neinum sérstökum stað, því ef ég er að leita að serverum frýs hún, líka þó ég fer strax í create server og er kominn inní leikinn þá frýs hún bara þar.

Ég held að þetta sé ekki driver vandamál, er með niVida GeForce 6600 GT 128 mb og nýjasta driverinn frá Nvidia.com. Það er nóg minni og þetta er yfirhöfuð fín tölva. Einhver sem veit hvað vandamálið er?