Sælir,

Ég er með tvo 512MB 400Mhz kubba í tölvunni og framleiðandinn er supertalent.

Ég átti einn 512MB 400Mhz kubb frá Corsair niðri í skúffu, ég setti hann í og kveikti.

Svo eftir að ég loadaði windows og var að koma að log in screen, þá rétt sá ég að skjárinn varð blár(bara í hálfa sekúndu) eða þannig og þá endurræsti vélin sig.

Svo kom upp svartur skjár og spurt hvernig ég vildi starta bla bla you know the drill og ég náði ekki að kveikja.

Ég sá að í memory testing stóð bara 1024MB ok, þó svo ég hefði verið að setja inn einn 512MB kubb í viðbót.

Ég spyr, af hverju gerðist þetta?
Er til lausn á þessu?

Svo er ég að fara að kaupa einn kubb í viðbót og hann er ábyggilega annar framleiðandi og er 2GB og ég ætla nú að hætta við það ef að ég get ekki sett hann í :S.


HELP ME!!! :(

Bætt við 16. ágúst 2006 - 00:13
Á þessum svarta skjá sem kom upp þá var ég að meina að það stóð :
Start windows Normally og Start in safe mode og það dæmi.