Bara láta fólk vita að ég veit ekki mikið um tölvubúnað og þess háttar..

Þannig er mál með vexti að fyrir svona mánuði að þá missti ég töskuna mína, og í henni var fartölva, Dell. Hún brotnaði aðeins á botninum, og annað usb tengið brotnaði, annars var allt í fína með hana þegar ég kveikti á henni, og var ég mjög feginn því. Hún gekk svo mjög vel í 3 vikur og allt í fína. En svo um daginn að þá var ég með hana á batteríinu, og hún varð svo batteríslaus svo ég stakk henni í samband, en þá gerðist ekki neitt. Ég prófaði aftur, en ekkert gerðist, vanalega, þegar hleðslutækið mitt er í sambandi að þá er grænt/gult ljós sem logar, en núna logaði það ekki. Ég tók hana svo úr sambandi, og setti hleðslutækið aftur í samband, og þá logaði ljósið, en svo þegar um leið og ég stakk tækinu í tölvuna, að þá slökknaði þetta ljós. Þannig að ég fór með hana í viðgerð og útskýrði fyrir þeim hvað væri að, og bað þá um leið að laga fyrir mig usb tengið sem brotnaði, þeas ef það væri ekki rándýrt og vesen.. Svo í gær þá bað ég mömmu að sækja hana, en ég komst ekki sökum vinnu. Þegar ég kem heim segir mamma mér að tölvan sé ónýt, eða þeas að móðurborðið sé ónýtt. Ég var mjög hissa á því að því að það var allt í lagi með tölvuna, gekk ekkert hægt fyrir sig eða neitt, bara í fínu lagi fyrir utan hleðsluvesenið, og svo er mér sagt að móðurborðið sé ónýtt??

Svo ég spyr, eru gæjarnir í Dell að bulla í mér? Tengist móðurborðið e-ð hleðslunni sjálfri og því??
Undirskriftin mín