Ég á í vandræðum hvaða leið er best fyrir mig til að kæla tölvuna mína.

Málið er að ég er með tölvuna í litlu gluggalausu herbergi og það er of í heitara lagi þar inni.

Í dag er ég með góða cpu viftu, 2 120mm inn og út viftu á kassanum og 2 80mm viftur fyrir hd.

Samt er hitinn bæði á cpu og í kassanum í hærra lagi og mig langar að reyna breyta því.

Ég veit ekki hvort að vatnskæling henti mér þar sem radiatorinn væri inn í þessu heita herbergi og ég veit ekki hvort að það myndi duga.

Er ekki til svona loftkælikerfi (air conditioning)sfyrir tölvukassa sem blæs ísköldu lofti inn í kasann og kælir allt draslið?

Ef svo er hvar fæst það? hvað kostar það?