Ég er á næstunni að fara að fjárfesta í viftustýringu. Fyrir mér er það mikið hjartansmál að vera með góða og hljóðláta kælingu í tölvunni minni. Eru einhverjir ágætir hugarar sem eiga og/eða hafa reynslu af slíkum stýringum.

Ég vil helst flata stýringu, þar sem að kassinn minn er með hurð og þar af leiðandi kemst ekki fyrir viftustýring með svona flipum sem maður snýr.

Hver er besta (flata)viftustýringin ?

Og eitt enn, er hægt að tengja viftuna á skjákortskælingunni við viftustýringuna ? Er með Artic nVidia Silencer 1 frá Task.