Í tölvunni minni eru tveir HDD, annar 30 GB með Windowsinu og öllu því á, og svo einn 160 GB fyrir alls konar drasl.
Um daginn ætlaði ég að setja Linux upp á tölvuna mína, það gekk ekki alveg svo að ókei, ég fór bara aftur í windowsið og notaði það. Síðan ætlaði ég að prófa aftur og það tókst ekki þá heldur en þegar ég ætlaði svo að fara í windows þá kom alltaf “can't boot from cd” eins og HDD með windowsinu væri ekkert til staðar eða eitthvað.
Svo að ég prófaði að fara í setup og reyna að finna þann disk og setja hann sem fyrstu “boot tilraun” eða þannig. Ég fann diskinn ekki þar svo að ég fór að pæla hvort hann hefði getað dottið úr sambandi eða eitthvað. Þá opnaði ég tölvuna og inni í henni er bara einn HDD!?!… og hann er 160 GB…

Ég er búinn að nota þessa tölvu ég veit ekki hvað lengi og alltaf hafa verið tveir diskar í My Computer, annar 30 gb og hinn 160 gb.

Veit einhver hvað þetta gæti verið? Hvar er hinn diskurinn… :/