sælir,

ég er mikið að velta fyrir mér að selja sjónvarpið mitt og kaupa mér mjög góðan tölvuskjá og nota hann sem sjónvarp. Með þessu móti get ég losnað við afnotagjöld RÚV (32000 kr á ári), spara pláss og peninga þar sem LCD skjáir eru miklu ódýrari heldur en sjónvörp. Auk þess eru sjónvörp (sérstaklega túpusjónvörpin) þung og plássfrek og erfið í flutningum.

Það eru nokkrir gallar við þetta, sem með lagni væri hægt að leysa (t.d. vandinn við að hafa einn skjá við nokkur tæki). Mig mun væntanlega þurfa betra skjákort með fjarstýringu. Jafnvel líka skjá sem er með möguleika á að tengja DVD tæki beint í skjáinn (ef það er möguleiki yfir höfuð).

Er einhver hérna með reynslu af þessu, þ.e. að nota tölvuskjá sem sjónvarp. Mig vantar nefnilega nokkrar hugmyndir til þess að framkvæma þetta. Ég hafði hugsað mér að fá LCD skjá sem er með möguleika á að festa á vegginn, er stærri en 20“, helst widescreen með mikilli skerpu. Ég var að velta fyrir mér að kaupa af EBAY 24” DELL skjá og flytja inn í gegnum SHOP USA.