http://tolvulistinn.is/content.asp?view=detail&code=c4c8e9ef63f6007a37e6c498ed3f9a3b0415d9237bd4f4982b3a12ab6283739c&level=2&top=uppf%E6rslutilbo%F0&s=s%FAperturn

Ég er að pæla að uppfæra, eftir að hafa verið með nokkurnvegin sömu vélina í þónokkur ár (1.7 örri, 512mb ddr ram, etc.)

Ég stefni á að halda áfram með að uppfæra aðeins þegar tölvan hættir að keyra nýjustu leikina ofar en í lowest, en það kom með Q4 og FEAR.

—————-
Örgjörvi - 3400+ AMD Athlon64 með 1MB flýtiminni, 1600FSB og Hyper Transport
Örgjörvavifta - Mjög hljóðlát og góð örgjörva kælivifta
Móðurborð - MSI K8N NEO3 F - nForce3 , 2xDDR400, SATA Raid, PCI-E 16X, s754
Vinnsluminni - 1GB DUAL DDR 400MHz hágæða minni frá Corsair með lífstíðarábyrgð
Hljóðkort - 6rása Dolby Digital 5.1 EAX2 hljóðkerfi (frábært í leiki og bíómyndir)
Skjákort - 256MB MSI Geforce7 NX7300GS - 810MHz DDR2 - PCI Express x16
Harðdiskur - 250GB WD Caviar SE - SATA II 300MB/s, 7200RPM og 8MB buffer (forsniðinn og tilbúinn)
Turn - Hvítur DRAGON Mini/Middle Tower, ofur-hljóðlátur 300W Fortron aflgjafi og USB2 að framan
Annað - Gigabit netkort, SATA og ATA diskstýringar og svo miklu meira.
————–

Hefur einhver einhverja reynslu af þessu tilboði?
Er þetta bara einhver vitleysa?
Ég googlaði skjákortið til dæmis, og fannst *frekar* grunsamlegt að finna bara 3 síður, og þar af bara 2 á ensku.

Er eitthvað hægt að eiga við þessa pakka, skipta út skjákortum og setja öflugri örgjörfa?