Ok nú vantar mig hjálp ykkar. Ég er að hugsa um að fjárfesta í einu stk. fartölvu en ég hef bara ekki hugmynd um hvernig ég á að kaupa mér :/

Ég er búin að vera að skoða á hinar og þessar tölvur en svo þegar ég fer að skoða allt þetta tæknilega dæmi þá bara skil ég ekki neitt.

þúst- Intel Celeron M 350 1.3GHz/1MB, 400Mhz
512Mb 400MHz DDR2 vinnsluminni (2x256) hvað þýðir það??? á mannamáli halló!!!!

Þess vegna ákvað ég að leita til ykkar svo að ég sé nú ekki að fara að eyða pening í tölvu með einvherjum búnaði sem ég þarf ekki neitt á að halda. Æ skiljiði hvað ég meina.

Allavena hér er smá listi um það sem ég er að leita eftir þannig að ef einhver veit um “the perfect laptop” fyrir mig þá endilega póstið. :D:D::D

Ég er í skóla þannig að talvan verður að vera með öllum nauðsynlegum “skóla” forritum. eins og word, exel og allt þetta (eða sambærilegt)

að sjálfsögðu þráðlaust netkort

helst að vera soldið létt og meðfærileg þar sem að ég kem til að ferðast mikið með hana.

dvd spilari ;)

alveg ágætlega mikið pláss á henni

a.m.k 3 usb tengi

má ekki bila

má ekki vera slow


verður að fást hjá góðum söluaðila með a.m.k 2 ára ábyrgð

má líka alveg líta vel út :):):)

ef að einhver gæti komið með ráðleggingar um hvernig tölvu er gott að kaupa þá er ég ævinlega þakklát :D:D:D

Takk fyrir mig