Ég verslaði mér í dag MSI Wireless netkort. Ég er búinn að setja það upp og tölvan finnur það, ekkert vandamál með það. En ég tengist inn á ranga tengingu, fer alltaf beint inn á tenginguna í húsinu við hliðina, en ekki í húsinu sem ég er í. En það er ekki aðal vandamálið. Í WLAN Utility stendur að “Windows is currently managing this adapter”. Ég sé bæði vitlausu tenginguna og svo tenginguna sem ég á að fara inn á þarna í WLAN, en get ekkert í því gert þar sem Windows er við stjórnvölina. Til að breyta því, s.s. manage-a þetta sjálfur í stað Windows, þarf ég að hægri smella á wireless connection í network connections og velja “view wireless connections”. Þarf þarf ég að velja advanced og finna þar stillingu til að afnema völd windows. En málið er að ég get ekki farið í advanced, þetta kemur upp, og ég get ekkert gert!

http://i3.photobucket.com/albums/y73/_RepoMan_/helvtisnetkort.jpg

Ef einhver telur sig vita örsökina má viðkomandi endilega láta mig vita :).