Harði Diskurinn Harða drifið í tölvum er búnaður sem getur geymt rafræn gögn á disk sem er með segulmögnuðu yfirborði. Diskurinn getur geymt gögnin jafnvel þó að það sé ekki rafmagn á drifinu. Harðir diskar eru án efa besti alhliða geymslubúnaðurinn. Þeir eru hraðvirkir við vistun og aflestur gagna, hafa umtalsverða geymslugetu og eru hlutfallslega ódýrir miðað við bætafjölda. Þá er hins vegar erfitt að flytja á milli staða þar sem þeir eru viðkvæmir fyrir titringi og höggum.
Diskar eru algengasta geymslu aðferð tölvugagna. Dæmigerðir harðir diskar í heimilistölvum í dag geta geymt fleiri tugi gígabæta af gögnum. Til að sem minnstur tími fari í að lesa og skrifa á skífurnar snúast þær mjög hratt, yfirleitt fleiri þúsundir snúninga á mínútu. Í hverju diskadrifi geta verið nokkrar skífur og er hægt að skrifa á báðar hliðar hverrar skífu.
Tæknin sem notast er við þegar verið er að skrifa á diskinn felst í svo kölluðu tvíundakerfi (binary), þar sem er einungis notast við tölurnar 1 og 0. Það felst í því að það er alltaf verið að breyta örsmáum flötum á yfirborði disksins þannig að annaðhvort tákni svæðið 1 eða 0.
Innan í hörðum diski eru skífur, húðaðar með járnseglandi efni. Mismunandi punktar á yfirborði skífunnar geta haft mismunandi seglun og hægt er að skipta skífunni niður í fjölda örsmárra svæða. Með því að stjórna seglun hvers punkts má skrá gögn á diskinn. Hver punktur táknar annaðhvort 1 eða 0.
Sérstakir hausar lesa af skífunum og skrifa á þær. Hver haus er festur á arm og svífur hausinn mjög nálægt yfirborði skífunnar án þess þó að snerta hana. Fjarlægðin milli disks og leshauss er oft á bilinu 0,04 mm til 0,013 mm og jafnvel enn minna.