Móðurborð Sælir,

Hér kemur grein um móðurborð.

Móðurborð er eins og nafnið segir eitt það mikilvægasta í tölvunni, eða eitt af því sem þarf til að keyra tölvu. mér finnst það lykilatriðið að vera með gott móðurborð vegna þess að þá er auðalveldara að uppfæra. Svo maður þurfi ekki að uppfæra það einnig þegar maður uppfærir örgjörfa, skjákort eða annað. Gott er að kaupamóðurborð fyrir svona 15-30þús. En ef þú ert ekkert að spá í mikklavinnslu eða leiki, þá bara það ódýrasta :)

Helstuhlutir á móðurborðinu:

Sökull/socket, eins og kemur fram þá er það sökull fyrir Örgjörfan. Til frá einum sökkul til 4. svo í serverum allt að 100.
-Besta í dag er 940AM2

Vinnsluminnis raufar: Raufar fyrir vinnsluminni, oftast 4, en hægt að fá allt að 8, Svo er til vinnsluminni sem er allt að 4Gb, en mest er um 512Mb, 1Gb og 2Gb í kubb.
-Besta í dag er 1Gb CL2

Sata: Serial ATA tengingar fyrir harðadiska og geisladrif, afar hraðvirkt, og til er bæði SATA I og SATA II sem er 300Mb/s en SATA I 150Mb/s
-Besta í dag er SATA II

IDE: Tengingar Fyrir Geisladrif og harðadiska, hægvirkara, og er að verða úrelt. Einnig kallað PATA.
-Hentugast er að hafa geisladrifið í IDE

Pci: Pci er svona “Eurotengi” eða það er til haugur á dóti til að tengja í þetta, svo sem: Sjónvarpskort, LAN, diskastýringar, svo eitthvað sé nefnt.
-Gott er að hafa Hljóðkortið í Pci

AGP: Agp er gömultækni fyrir skjákort.

Pci Express: Tengin fyrir skjákort, nýjasta tæknin í dag, og hægt að tengja saman 2 skjákort í SLI og Crossfire.
-Best er að hafa SLI frá nVidia, þar sem það eru betri kort í dag.

BIOS: Lítill kubbur sem ræsir allan vélbúnað í tölvunni, og gerir tilbúið fyrir stýrikerfis ræsingu.
-Gott er að uppfæra BIOS-inn reglulega


RAID: Gott er að hugsa sig um hvort maður ætti að fá sér RAID eða ey. RAID er afarsniðugt, og er svona sniðugast ef maður er að fá sér nýja vél.
Best er að fá sér RAID 0 eða 1 meira hér

Pci X: Pci X er 64 bita Pci, sem er hraðvirkar, og er eingungis í server borðum, notað til að tengjast öðrum serverum með mikila bandvídd.

Þegar kaupa á móðurborð er gott að hafa tillit til verðs, í hvað það á að vera notað, hvað þarftu maður, uppfærslu ofl.

Gott er að hafa í huga að kaupa góðan sökkul. t.d. 939 eða 940 AM2, eða 775 Intel. Svo gott er að uppfæra :)

Svo er hraðvirkni móðurborðssinns mæld í FSB, flest eru í 800-1000FSB

Sjálfur er ég meira fyrir AMD, þótt ég sé ekki í mikilum tölvuleikjum, í raun spila ég ekki tölvuleiki, ég nota tölvuna í tónlist, netið og svona brask t.d. hýsa vefsíður ofl..

Vona að þetta hafi verið góð lesning :)