Vatnskæling. Þýddi eina stutta grein um vatnskælingu til að gefa fólki ‘nasaþefinn’ af þessum bransa.
Beinn linkur á upprunalegu greinina : Clicky

-

Með hækkandi vinsældum afkasta mikilla örgjörva – sem hitna auðvitað mikið meira en örgjörvar á lærri klukku-hraða – hafa mörg fyrirtæki sem sérhæfa sig í því að búa til kælibúnað byrjað að gefa út öflugar kælinga-lausnir fyrir örgjörva.
Ein af þessum lausnum er vatnskælingin, sem notar – eins og nafnið gefur til kynna – vatn til þess að kæla örgjörvann (og fleiri hluta tölvunnar eins og t.d. skjákort, kubbasettið o.fl.).

Hugmyndin á bak við það að nota vatn fyrir kælingu er ekki ný, en að undanförnu hafa fyrirtæki gefið út kælingar á tiltölulega lágu verði(Iceberg vatnskæling frá Ahanix kostar minna en 100 dollara).

Vatnskælingin virkar á svipaðan hátt og vatnskassar í bílum, þetta er lokað kerfi fullt af vatni, sem pumpað er áfram með sérstakri dælu.
Vatnið hitnar þegar það kemur að örgjörvanum, heldur svo áfram og fer í ákveðinn ofn.
Ofninn sér svo um að kæla vatnið með viftum(oftast 120mm viftum sem heyrist mjög lítið í). Vatnið heldur svo áfram annan hring o.s.frv.

Oft er aukaefnum bætt í vatnið eins og t.d. litarefnum. Sum litarefni eru “UV-responsive” sem þýðir að þau bregðast við neon ljósum(black light) þannig að vatnið glói.

Það eru margar gerðir vatnskælinga á markaðinum í dag, sumar með utanáliggjandi ofn, aðrar með innvortis.
Eftir að hafa sett upp vatnskælinguna, þá gætirðu notað sama ofninn og dæluna til þess að kæla aðra hluta vélarinnar eins og kubbasettið, harða diskinn og skjákortið.

Ef þú hefur áhuga á vatnskælingu, mælum við með því að þú heimsækir heimasíður framleiðenda. Fyrir utan Ahanix eru önnur fræg fyrirtæki í þessum bransa eins og Koolance og Gainward.

Vatnskælingar eru þó ekki fyrir alla. Þær eru yfirleitt vinsælastar hjá hjá fólki sem yfirklukkar mikið…

-

Ég vill benda á að þessi grein er aðeins meira en ársgömul og það eru komnar flottari og betri vatnskælingar í dag.

Ef ég væri að fara að fá mér vatnskælingu myndi ég ekki hika við að fá mér kælingu frá Danger Den. Þetta er fyrirtæki sem sérhæfir sig í vatnskælingum og er að mínu mati það langbesta í sínum bransa.

Mynd : Danger Den vatnskælingar-kubbur fyrir Nvidia 6800 skjákort.


Takk fyrir mig :)