IBM Model 5150. IBM Model 5150.

Gleðileg jól öllsömul.

Ég ætla mér hér að skrifa um hina miklu snilld, IBM Model 5150.

Þessi tölva olli dauða CP/M tölvanna.

Snemma á árinu 1980, ákvað IBM að búa til smátölvu (Áður fyrr hafði IBM einungis búið til örtölvur og stjórnstöðvar)
Þeir voru ekki viss um hvað þeim langaði í með þessa tölvu, en þeim datt aldrei í hug að það væri hægt að hagnast

mikið á því að búa til smátölvur.

Eftir smá hik , hvort þeir ættu að velja Intel 8086 örgjörvan (16 bit) eða Motorola MC68000, en þeir enduðu þó á því

að velja Intel 8088 (8 - 16bit) örgjörvann, þar sem hinir tveir voru sagðir of ‘öflugir’.

Þeir spurðu svo Digital Research (Framleiðendur CP/M) um að búa til stýrikerfi fyrir nýju tölvuna þeirra, þar

sem DR sýndi lítinn sem engan áhuga á því, báðu þeir lítið fyrirtæki (frægt fyrir BASIC forritunar tungumálið sitt)

um að búa til stýrikerfi fyrir þá: Microsoft.

Microsoft var ekki hæft til þess, svo Bill Gates fjárfesti í réttindum á litlu, hökkuðu stýrikerfi hannað af

fyrirtæki kallað Seattle Computer Products: QDOS (Sagt standa fyrir “Quick and Dirty Operating System”) sem

síðan varð að PC-DOS og seinna meir MS-DOS.

Þegar Model 5150 kom út, gat vélin notað þrjú stýrikerfi: PC-DOS, CPM-86 og UCSD D-PASCAL kerfið.

Orginal IBM PC tölvan var ekki kraftmikil (kraftminni heldur en fullt af 8 bita tölvun á þeim tíma). Fyrsta PC

tölvan var bara með 16 KB RAM og ekkert Floppy drif, en þeir notuðu kasettur til að hlaða og geyma forrit (Athugið

að stýrikerfið hafði ekki kóðana til að höndla svona drif fyrr en MS-DOS 5!).

En útaf nafni og orðspors IBM, varð það staðall og IBM átti vinnutölvu markaðinn alveg fram í lok ‘the 80’s'

(Afsakið, en ég átti í miklum erfiðleikum að fá ‘80’s' á rétt tímabil.)

Þó að IBM PC XT línan kom út árið 1983, hætti IBM ekki framleiða 5150 línuna, heldur hélt áfram að framleiða báðar

línurnar í nokkur ár í mismunandi tegundum. Módelin sem komu eftir á voru með “xx” endingu, t.d. 5150-xx, þar sem xx

stóð fyrir innbyggðum fítusum og búnaði (Vinnsluminni, einfalt eða tvöfalt floppydrif o.s.frv.).

Hér má sjá tæknilegar upplýsingar um tölvuna:


Nafn: PC - Model 5150
Framleiðendur: IBM
Tegund: Tölva
Uppruni: U.S.A
Ár: 1981
Inbyggt tungumál: IBM Basic (Sérstök tegun af Microsoft Basic-80)
Lyklaborð: 83 takkar, með 10 forritanlegum tökkum og keypad.
CPU: Intel 8088
Speed: 4.77
RAM: 64 KB (En byrjaði sem 16 KB)
ROM: 64 KB
Texta mode: 40 eða 80 stafir x 25 línur
Grafík mode: 320 x 200 / 640 x 200
Litir: Monochrome / 4 among 8 í 320 x 200 CGA mode.
Hljóð: ‘Bíb’ framleiðandi - innbygðir hátalarar.
Stærð: 50.8 (W) x 40.6 (D) x 14 (H) cm
Verð: 1736 Pund (Með skjá).

Þessi grein var þýdd héðan: Old Computers sem er

skemmtileg síða um gamlar tölvur.