Það var kominn tími til að skipta út hinni myndinni… Þetta er gamla 50cc naðran mín, seldi hana fyrir stuttu.
BMW hefur staðfest að M3 CSL muni fara í framleiðslu. Að BMW skuli búa þennan bíl til eru einhverjar bestu fréttir frá þeim bæ í langan tíma. Aðalatriðið er að CSL mun treysta á lægri þyngd til að skila afköstum frekar en meira afl. Með því að nota m.a. koltrefjaefni mun CSL verða 200 kg léttari en venjulegur M3 eða einungis 1295 kg. Myndin ásamt frétt er fengin af Autozine og má finna á http://autozine.kyul.net/0_News/Latest/Current/News_frame.htm en áhugasamir um fyrstu staðfestu tölur og upplýsingar um Enzo Ferrari (Ferrari FX/F60) geta fundið ítarlega grein á sömu slóð.
Renault hefur nú dreift myndum af 2. kynslóð Renault Mégane (Mégane II) sem væntanlegur er á markað árið 2004. Til stendur að bjóða bílinn í 7 mismunandi útgáfum en Renault lætur enn sem komið er duga að dreifa myndum af 3 og 5 dyra útgáfunum sem kallast einfaldlega Sport Hatch og Hatch. Renault heldur því fram að 3 orð hafi verið höfð að leiðarljósi við hönnun bílsins. Compact, expressive og dynamic. Hvort mönnum finnist að það hafi gengið eftir er svo annað mál en heldur þykir mér afturendinn vera vafasamur á þessum bíl.
BMW hefur nú birt myndir af BMW Z4 sem væntanlegur er á markað í Evrópu snemma á næsta ári en seint á þessu ári í USA. Bíllinn verður fáanlegur með 2 vélum, 2500 cm3 sem skilar 192 hö og 3000 cm3 sem skilar 231 hö, en báðar eru þær 6 strokka. Hægt verður að velja á milli 5 gíra handskipts gírkassa eða Steptronic gírkassa á 2500 bílnum en kaupendur 3000 bílsins geta valið á milli 5 gíra Steptronic gírkassa eða glænýs 6 gíra handskipts gírkassa. Um mitt næsta ár verður svo sequential gírkassi (SGG) fánlegur sem aukabúnaður í báðum útgáfum. BMW Z4 verður frumsýndur á Bílasýningunni í París (Paris Motor Show) í september nk.
þá er Men in Black 2 að koma út… og þetta er nýji bíllinn. Sjá fleiri myndir á http://www.germancarfans.com.