747 vél atlanta á Oshkosh
Skoda hefur nú birt fyrstu myndir af Wagon útgáfu af Octavia RS en bíllinn fer fljótlega í sölu undir nafninu Skoda Octavia RS Combi. Þetta er í raun nákvæmlega sami bíllinn og sedan útgáfan fyrir að vera Wagon og með litlum spoiler með innbyggðu ljósi aftast á þakinu. Bíllinn er með sömu 180 hö túrbóvél og er gefinn upp í 100 km/klst á 8.0 sekúndum miða við 7.9 hjá sedan útgáfunni. RS lína Skoda kemur svo enn til með að stækka seinna í haust þegar Skoda Fabia RS verður kynntur til sögunnar. Til gamans má svo geta að í Bílablað Moggans þessa helgina er birt reynluaksturgrein um Skoda Octavia RS.
Porsche Boxster, ókrýndur konungur roadsteranna, hefur nú fengið smávegis yfirhalningu bæði útlitslega og undir húddinu. Framstuðaranum hefur verið breytt eilítið og loftristar endurbættar. Afturstuðarinn er stærri en áður og bíllinn er þéttari á að líta. Afturljósin eru ný, og búið er að setja glerglugga í blæjuna. Bæði Boxter og Boxter S eru nú öflugri, 228 og 260 hestöfl. Hóflegar breytingar en góðar.
Þessi Toyota Supra tt, sem er mjög mikið breytt, var nýlega til sölu á ebay. Skilar ca. 1000 hestöflum að sögn eiganda, og fer kvartmíluna á ~10sek. http://cgi.ebay.com/ebaymotors/ws/eBayISAPI.dll?ViewItem&item=1841743794