Þetta er bíll Tommy Makinen eftir rosalegan árekstur við vegrið í dag á Korsíku. Við áreksturinn kom upp eldur í bílnum sem valt á toppinn og rann áfram eftir veginum og stöðvaðist að lokum á snarbrattri klettabrún. Makinen komst út úr bílnum við illan leik meiddur í baki en aðstoðarökumaður hans sat fastur. Bíllinn stóð svo tæpt á klettabrúninni að menn lögðu ekki í að losa hann úr bílnum fyrr en búið var að binda bílinn fastan við annan bíl ofar á veginum og glittir í kaðalinn vinstra megin á myndinni. Eins og sést á myndinn er framendi bílsins að mestu leyti horfinn en Tommy og aðstoðarökumaður hans reyndust ómeiddir ef undan er skilin tognun í baki.
Ný Nissan Primera er á leiðinni. Nú má fá að líta nýja útlit Nissan en það er að minsta kosti hægt að segja að útlit Primera sé áhugavert ólíkt því sem áður hefur verið. Það verður gaman að sjá hvort hér er kominn bíll sem hefur burði til að takast á við það besta í geiranum.
Skeði áðan: Svartur Trans Am bombaði inn í garð í Hafnarfirðinum, og allur í hakki. Ég gæti eflaust reytt af mér v8 brandarana, en sleppi því samt. Aldrei fyndið þegar svona gerist. ..Hvað höfum við lært í dag? ‘Drive safely kids!’
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..