Rakst á þessa mynd af einstaklega fallegum Lotus Elan Sprint '71 og varð bara að deila með ykkur. Besti sportbíll fyr og síðar? Ekki það fráleitasta…
Citroën CX Prestige er alvöru límúsína með 309 cm hjólahaf þótt útlitið minni kannski frekar á geimskip. Það er einmitt partur af sjarmanum og tæknibúnaðurinn er alveg í takt við útlitið, það er engu líkt að keyra svona bíl. Takið eftir íhvolfri afturrúðunni, en loftstraumur sér um að halda henni hreinni svo að rúðuþurrka er óþarfi.