1973 Porsche Carrera RS…Að mínu mati flottasti Porsche bíllinn fram til þessa. 5,8 sek. í hundraðið, 240 km hámarkshraði, 2,7 lítra 6 strokka 210 hestafla vél. Þarf nokkuð að segja fleira?
Búið að vera svo lítið sent inn af myndum undanfarið. Sá þessa mynd á vefnum en þetta er mynd af módeli af BMW M1 sem Andy Warhol málaði. Sjá nánar á www.bmwworld.com/artcars/art_warhol.htm
Loksins eru komnar þokkalegar myndir af Bristol Fighter á vefinn! Ég get ekki beðið eftir að eitthvað bílablað komi höndum á svona bíl og segi hvernig hann er svo í rauninni. Myndin er tekin af http://www.bristolcars.co.uk/BristolFighter.htm sem er heimasíða Bristol fyrir Fighter. Þar má finna fleiri myndir af herlegheitunum, en gætið að þær eru stórar og síðan því hugsanlega hæg.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..