Komið öll sæl!!

Ég vil nú byrja á því að kvarta yfir áhugaleysi hérna. Það er eins og menn séu hættir að nenna að ræða málin, og er ég engin undantekning. En líklega eru menn bara að veiða svo mikið að ekki gefst tími til frkari skrifta…
En mig langar að deila með ykkur smá sögu. Ég fór nefninlega í Brúará í byrjun Apríl og varð ekki vonsvikinn. Það var 11 stiga hiti um hádeigisbil og brakandi blíða. Og bleikjan var að taka. Ég byrjaði undir brúnni og passaði mig að veiða bakkann áður en ég gekk að honum. Setti strax í 2 punda bleikju, sjógengna. Hún tók hressilega í og deginum var bjargað. Ég átti reyndar ekki von um að fá fisk svona snemma en það virðist vera að ef áin hitnar aðeins þá kemur bleikjan upp úr dýpinu og allt lifnar við. Nema hvað. Ég þrauka undir brúnni og það endar með því að ég sem í aðra bleikju svipað stóra. Þetta var alveg málið. Svo rölti ég upp með ánni í átt að bróður mínum sem var að veiða kerlingavíkina. Á miðri leið sé ég stórann spegil á ánni rétt fyrir miðju og ég veð útí og kasta í spegilinn. Ég var viss um að þar væri bleikja. En ekkert gerðist í fyrsta kastinu. En svo kastaði ég aftur, örlítið ofar þannig að flugan næði að veiða lengra. Og viti menn hann var á. Minni bleikja en hinar tvær en spræk þó. Svo hitti ég brósa en hann varð ekki var. Við slöppuðun aðeins af og fórum svo að fossinum og við veiddum allt svæðið. Fyrir ofan foss og svo alla hrafnaklettana. En enginn fiskur. Svo hitti ég þarna mann sem sagði mér frá stað rétt hjá brúnni sem altaf væri bleikja ef hún væri þarna á annað borð. Við fórum þangað og ég fékk bleikju þar, 2.punda. sem sagt 4 bleikjur í byrjun Apríl í Brúará. Og sumarið rétt að byrja. Þetta er málið strákar og stelpur.
Ég ætla ekki að skora á neinn að skrifa en hvet ykkur öll að kveikja eitthvað líf hér á vefnum

kveðja IJ