Rjúpnaveiðibann eða ekki. Sælir félagar

Hvaða læti eru þetta í skotveiðimönnum undanfarið bara af því að það á að friða rjúpuna í einhvern tíma ?

Ég er ekki alveg að skilja þessa umræðu og sérstaklega viðbrögð skotveiðimanna, þeir leggjast í gólfið og grenja eins og litlir krakkar sem fá ekki nammið sem þeir vilja í búðinni.

Verða þessir menn alveg hungurmorða og veslast upp og drepast bara af því að þeir fá ekki rjúpuna sína, þetta minnir mann á dópliðið sem fríkar út ef það fær ekki skammtinn sinn. oft heyrir maður þau rök að jólin eru ónýt ef ekki er rjúpa á borðum ??
Hey vakna…… Jólin koma þó þið fáið ekki að týnast á fjöllum að eltast við einhverja rjúpuræfla til að freta á.

Getur einhver útskýrt það fyrir mér hvað er svona lífsnauðsynlegt við það að skjóta á rjúpur, það er ekki eins og þetta sé atvinnuvegur og verið er að gera marga atvinnulausa, eða hvað ??
Eru menn að þessu til að geta selt og átt fyrir jólagjöfum ?
bara fáið ykkur aðra vinnu ef þið eruð auralitlir.

Ég vill taka fram að ég er ekki skotveiðimaður og hef aldrei verið.
Ég bara hreinlega skil ég ekki hvaða lífsnauðsyn þetta er fyrir vissa menn að vera að vera með læti þó hún sé friðuð í einhver X mörg ár, menn bara bíða og njóta afraksturnins að þeim tíma liðnum.
Ég hef borðað rjúpu og finnst hún alveg mjög góð, en ég er ekki að deyja á morgum af því ég fékk ekki skammtinn minn í dag ……

Kveðja
Geiriv