Þeir sem eru með IIS uppsettann vita nátturlega að þeir geta farið inn á http://localhost eða http://nafniðátölvunni til að fara inn á vefþjóninn og skoða vefinn.

Það er til fæll sem heitir hosts, sem þú finnur undir winnt/system32/drivers/etc, þar geturu aftur á móti mappað ip addressur við host name.

Ef þú skoðar þennan fæl í notepad sérðu loopback ip töluna og hostinn:
127.0.0.1 localhost.

þú getur ef hent út localhost og skrifað inn yahoo.com eða hvað sem þér sýnist og þá er local serverinn þinn orðinn http://yahoo.com í stað http://localhost

Athugið að ef þú slærð inn yahoo.com færðu upp serverinn þinn en ekki alvöru yahoo.

Þetta tip er meira svona upp á grín heldur en alvöru, en að sjálfsögðu geturu nýtt þetta í alvöru og mappað ip addressur til þess að nota.