Ég þarf að geyma upplýsingar um notendur, passwordin þeirra og nokkrar stillingar og mér finnst einhvern vegin hálf tilgangslaust að láta heilan MySQL gagnagrunn í þetta, auk þess sem það mundi gera kerfið mitt leiðinlegra. Er eitthvað vit í að nota XML sem gagnagrunn?

Breyturnar sem þurfa að vera eru username, password, upphafssíða og síðan nokkur favorites. Hvernig væri gott að byggja XML skjalið upp og að ná í þær upplýsingar með PHP?