Ég hef ákveðið að vera ekki að pósta meiru á þessa ofsetu grein sem að mínu mati hefur fengið allt of mikið að tilgangslausum svörum. Greinin var vel skrifuð og lýsti því vel hvernig fragman telur hina fullkomnu heimasíðu vera. Ég og margir aðrir hafa allt aðra skoðun á hinni fullkomnu heimasíðu og allir hafa jafn rétt fyrir sér. Fólk tóku þetta allt of alvarlega, það var kanski ekki alveg nógu greinilegt að fragman var að lýsa sinni skoðun en ekki skoðun allra. Þetta er samt það sem flestir hefðu átt að gera sér grein fyrir. Margir fengu sárt fyrir hjartað þegar þeir lásu setningar eins og “aðlagað sig að öllum skjástærðum(640x480 og stærra)” og “3.2 en hann er ekki til fyrirmyndar”.

Fólk fór að snúa þessu upp í hve ljót heimasíðan hans væri, hve mikið hann átti bágt og hvað hann væri mikill fáviti. Það var meiri segja mikið rætt um skólan sem hann er í.

Arnorg er bara hugari eins og við erum öll, hann var kanski soldið brattur á þessu en samt hafði hann rétt á að svara eins og hann vildi. Hann er stjórnandi áhugamálsins Vefsíðugerð og hefur staðið sig bara vel í því starfi. Hann hefur ekki neitað greinum eða könnunum útaf hans persónulega áliti. Hann hefur fullan rétt á að segja sitt álit þó hann stjórni áhugamálinu. Núna er könnun í gangi hér á vefsíðugerð “Á að taka admin réttindi af arnorg?”. 71% segja já. Afhverju spyr ég. Það er eitthvað við fólk að þegar eitthver sem stjórnar segir eitthvað þá brjálast allir. Við sjáum þetta í fréttum, alltaf þegar Davíð segir sína skoðun á eitthverju þá fá allir vinstri menn floga kast og byrja að tala um að hann verði að hætta, man eftir bara í fyrra þegar Össur og þeir héldu langar ræður um hve Davíð væri vondur og þegar hann svaraði fyrir sig þá héldu allir vinstrimenn langar ræður um að hann þyrfti að hætta núna, hann væri orðin svo úrillur. Þetta er akurat að gerast hér á huga. Nátturulega í miklu minni kvarða en samt sama.

Ég er ekki að segja að Arnorg hafi ekki verið dónalegur en hann sagði bara það sem honum fannst. Ef hann hefði neitað greininni þá hefði mér fundist hann ekki hæfur sem stjórnandi áhugamálsins, en ekki fyrir að lýsa sinni skoðun.



Nú lýt ég út um gluggann og allt er orðið hvítt, gaman verður að sjá hve það endist lengi.

Kveðja sbs
<a href="http://www.sbs.is">sbs.is</a