Nú til dags eru allir að reyna að bæta síðuna sína þannig að hún verður fullkomin. Spurningin er sú hvort hin fullkomna heimasíða er þegar til. Svarið mitt er á þá leið að sú síða sem er fullkomin á allan hátt er einfaldlega ekki til. Sumir eru þegar búnir að svara því að hugi.is sé besta heimasíðan en hún er því miður ekki fullkomin, engin heimasíða er fullkomin. Til að fá fullkomna heimasíðu þarf hún að uppfylla hvert einasta atriði og má ekki sleppa neinu. Við skulum líta á nokkur þeirra:

Útlit:
Gott útlit skiptir máli en það má ekki vera of þungt. Besta útlitið er einfalt og létt útlit sem er eins í öllum vöfrurum og það getur aðlagað sig að öllum skjástærðum(640x480 og stærra) án vandræða varðandi leturstærð. Textinn verður að geta aðlagað sig að stærðinni og verða allir að geta lesið hann hvort sem þetta er gamalt fólk, blindir(textinn heyrist í hátölurum bara ef persónan er blind), litblindir eða venjulegir einstaklingar. Það þarf líka að forðast atriði sem notendum finnst pirrandi og er það til dæmis það að þurfa að ná í eitthvað á netinu til þess að skoða síðuna(t.d. Flash) og popup gluggar.

Texti:
Við verðum helst að líma notendur síðunnar við hana með ýmsum svæðum sem innihalda áhugamál þeirra og þarf hún að vera gagnvirk. Hún þarf samt að vera með betra skipulagi en hugi.is og þurfa áhugamálin að spretta upp hraðar þar sem allur heimurinn mun skoða hana og helst þurfa notendur sjálfir að geta stofnað áhugamál með nokkrum klikkum á músina. Þótt að áhugamálin séu mörg, þarf að vera létt að finna allt á henni og væri bara betra ef það er leitarvél á henni ásamt því að hægt sé að fletta í öll áhugamál á léttan hátt og helst ekki grafa þau neðst í síðuna því þau þurfa léttan aðgang svo að virknin haldist.

Kóði:
Þið hafið örugglega giskað á rétt, kóðinn þarf að vera algerlega villulaus. Það er samt ekki alveg nóg, hann þarf að geta gengið í öllum vöfrurum og öllum útgáfum. Það er samt alger óþarfi að gera ráð fyrir að einhverjir séu í raun og veru að nota fyrri útgáfur af IE en 3.0 og 4.0 af Netscape svo við gerum ráð fyrir því.
Sá HTML staðall sem er í báðum útgáfunum er 3.2 en hann er ekki til fyrirmyndar þannig að gerum ráð fyrir að vefsíðan finnur út hvaða úgáfu af vafrara er í notkun og beinir Internet Explorer 4.0 og Netscape 4.0 að einni síðu og þeir vafrarar sem styðja ekki HTML 4.0 á aðra síðu sem inniheldur annað HTML. Núna höfum við rekist á fyrsta raunverulega vandamálið, við getum ekki látið notandann fá eins útlit á báðum útgáfum og það er ómögulegt að framkvæma og ef við framkvæmum, þá er ekki lengur tilgangur í að beina þeim á mismunandi síður og síðan fengi gagnrýni fyrir að vera með gamaldags útlit.

Netþjónar og tenging:
Ef síðan er fullkomin þá verða notendur margir og þá þarf tengingin að vera mjög stór og síðan þurfa að vera margar öflugir netþjónar að sjá um að dreifa efni síðunnar því við viljum að notendur geti fengið efni síðunnar á þeim hraða sem tengingin þeirra sé. Þá ber að geta að jafnvel þeir sem eru á 33600 baud módem tenginu geta fengið síðuna á minna en 10 sekúndum þannig að síðan má ekki vera of stór. Til að forðast óþarfa álag á netþjónunum og til að minnka hlöðunartíma síðunnar, væri gott að hafa engann óþarfa kóða og texta á síðunni. Gott dæmi um þetta er hugi.is, efst á kóðanum er ljóð og þakkir og ef því væri sleppt, myndi ég giska á að hægt væri að spara nokkur hundruð megabæt í bandvídd á mánuði og sérstaklega ef síðan er fullkomin, þá gætu mörg hundruð gígabæt verið eytt í þetta.

Er hægt að framkvæma allt þetta?
Á meðan þið lásuð þetta, þá hafiði örugglega hugsað út í þá lausn að hægt sé að gera mest af þessu með Javascript en það er rangt. Ef síðan á að vera fullkomin, þá þurfa allir að geta skoðað hana og þar með talið þeir sem hafa engann Javascript aðgang eða þeir sem hafa gert disable á Javascript.
Svarið er bara einfaldlega það að þetta er bara ekki hægt án þess að fórna einhverju af þessum atriðum til að gera hitt betra. Sumar síður uppfylla mörg atriðin en eru til dæmis of þungar og þannig mætt halda áfram endalaust.

Endilega komið með fleiri atriði ef ég hef gleymt einhverju.