Í mínum huga er djönk cult…voðalega vondir hlutir geta verið mjög skemmtilegir. Sem dæmi má nefna mst3k (www.mst3k.com), The Worst of the Worst (www.theworstoftheworst.com), darwin verðlaunin (darwinawards.com) og svo auðvitað tvíhöfði ;)

Það eru til einhver verðlaun fyrir bestu íslensku veflausnina eða vefsíðuna…man ekki hvað þau heita einu sinni…hvað með versta íslenska vefinn? Eru ekki einhverjir sniðugir guttar sem eru til í að sækja slash og setja upp svona síðu?
Ef þetta yrði nóg vel kynnt myndi það örugglega ýta á eftir fyrirtækjum til þess að fá sér almennilega síðu.

Veita mætti verðlaun einu sinni í mánuði fyrir verstu síðuna, lélegasta HTMLið, stolnustu grafíkina, hægasta uppfærsluna, flestir dauðir linkar, o.s.frv. Auðvitað yrði að setja það sem skilyrði að fyrirtækið eða stofnunin sé tiltölulega high-profile.

Hvað finnst ykkur?