Ég hef síðastliðin tvö ár verið að brúka Postnuke (PN) vefumsýslukerfið (CMS) og hefur það reynst mér í flestum tilfellum nokkuð vel fyrir mínar þarfir. Nú er hinsvegar svo komið að þróun á PN hefur nánast staðið í stað c.a. ár fyrir utan eina og eina bugfix útgáfu og var ég því lítt hrifin af því að standa í íslenskun á kerfi sem virtist steindautt.

Núna undanfarið hef ég hinsvegar verið að kynna mér Xaraya sem ég hef reyndar haft auga með lengi vegna þess hve hröð þróun á þessum PN clone er orðinn. Fyrir þá sem ekki þekkja til þá varð Xaraya til vegna ágreinings innan PN hópsins á þeim tíma sem PN 0.723 kom út og er Xaraya nú komið í útgáfu 0.9.8 á sama tíma og PN hefur farið í 0.726. Þýðing á Xaraya kerfinu á eftir að verða nokkuð stórt verkefni og því vil ég egna hugsanlega þýðendur til aðstoðar við mig með því að lýsa nokkrum þeim atriðum sem Xaraya hefur uppá að bjóða.

Það sem pirraði mig hvað mest við PN var það hversu ósveigjanlegt það var (er) eins og svo mörg önnur CMS kerfi, maður þarf að bíða eftir módúlum til að gera eitthvað ákveðið og svo þegar grunnhugbúnaðurinn var uppfærður þá fóru þessir sömu módúlarnir allir í kerfi. Í Xaraya þá er þessi þörf fyrir módúla verið fjarlægð að stórum hluta þvi lítið mál er að bæta eigindum við hluta kerfisins, t.d. ef ég vil að notendaupplýsingar innihaldi mynd þá get ég einfaldlega bætt við nýja gagnatagi af gerðinni image. Önnur gagnatög sem nafna má er: file upload, ný textbox, small-medium-large textarea, country dropdown, color picker og margt fleira.

Xaraya leyfir okkur einnig að nýta eiginleika módúla innan annarra módúla. Í Xaraya er umsagnakerfi (comments module) eins og í flestum öðrum CMSum en þar að auki getum við tengt umsagnakerfið við notendakerfið og haft þannig umsagnir um notendur vefsins.

Sniðmát (template) vefsíðna er einnig mjög sveigjanlegt, allir hlutar Xaraya eru skrifaðir inní HTML með sniðmáti sem hægt er að yfirskrifa. Ef þið skoðið t.d. source fyrir vefinn xaraya.os.is þá sjáið þið hvaða sniðmát er ábyrgt fyrir viðkomandi úttaki, svo ef þið viljið hafa þetta öðruvísi þá einfaldlega afritið þið sniðmátið úr Xaraya grunnkóðanum inní þema skráarsafnið og gerið þær breytingar sem þið viljið.

Boðið er uppá margar leiðir til að samþykkja notendur (authenticate) í Xaraya, nú þegar eru komnir módúlar fyrir LDAP, Invision, phpBB2, SQL og SSO svo eitthvað sé nefnt.

Xaraya hefur endurbætt heimildakerfið í PN og hægt er að stilla nákvæmlega aðgang inn á mismunandi hluta vefsins.

Þeir sem vilja fyljast með þróun Xaraya er bent á að skrá sig á íslensku Xaraya vefsíðuna http://is.xaraya.com en þar vonast ég til að ég og aðrir áhugasamir geti sent inn ýmsar upplýsingar um Xaraya auk leiðbeininga um hvernig á að framkvæma marga nytsamlega hluti.

Þeir sem vilja aðstoða mig við þýðingu Xaraya er bent á að skrá sig á þýðingarvef verkefnisins http://xaraya.os.is . Hann er eingöngu ætlaður til þýðinga og verður því lítið um annað efni inná honum. Einnig er til póstlisti fyrir íslenska notendur og hægt er að skrá sig á hann hér: http://lists.xaraya.com/mailman/listinfo/xaraya_users-i s