Eins og ég minntist aðeins á í síðustu grein virðist vera að Microsoft ætli að hætta að vera með “standalone” útgáfu af Internet Explorer vafranum sínum sem þýðir að hann verður innbyggður í næstu útgáfu af Windows stýrikerfinu (Longhorn) svo undarlegt sem það er. IE fyrir Mac verður líka lagður niður og sameinaður MSN þjónustunni. Margir í vefheiminum eru ekki á eitt sáttir við að þurfa að bíða í allt að tvö ár eftir uppfærslu á mest notaða vafra heims, sérstaklega vegna margra vankanta á vafranum sem heldur eðlilegri þróun netsins aftur. Hlutir eins og ófullnægjandi stuðningur við PNG myndsniðið sem margri aðrir vafrar eru löngu farnir að styðja virðast nú óralangt í burtu.

Meir um þetta á WaSP.

“The WaSP sympathizes with the anxiety Web developers have expressed regarding Microsoft’s recent announcements. In the space of a few short days, we learned that Internet Explorer for Macintosh and Windows would cease to exist as free, standalone products. Instead, they will be integrated into MSN for Macintosh and the next version of Windows. After years of Microsoft´s browsers being free, many had come to believe this would always be so.”

The WaSP - http://webstandards.org/opinion/archive/2003/06/27/