Ég hef verið að íhuga að setja upp al-íslenskan blogg vef þar sem blogg hefur orðið svona vinsælt hérna á Íslandi og auglýsa hann þá villt og galið útum allt.
Ég á sjálf blogg forrit sem ég forritaði sjálf, og notaði til dæmis á brúðkaupsvefnum hennar systur minnar, brudkaupsvefur.is, þar sem verðandi brúðhjón geta bloggað, sett upp myndaalbúm og þess háttar.
Forritið er einnig í notkun á: http://www.x-1stenze.com og á http://journal.jaley.net
Það sem ég vildi gjarnan vita væri hvort einhver væri til í að fara út í þetta með mér, til dæmist að hjálpa mér að aðlaga kóðann að verkefninu, bæta við það, koma með nýjar hugmyndir og hjálpa mér að hanna og reka hann.