Gleymt lykilorð
Nýskráning
Unreal
Þetta áhugamál er frosið. Ekki er hægt að senda inn efni.

Unreal

10.522 stig
236 greinar
1.944 þræðir
54 tilkynningar
16 pistlar
271 myndir
442 kannanir
15.853 álit
Meira

Ofurhugar

MrSmile MrSmile 754 stig
DIPPER DIPPER 416 stig
Castrate Castrate 402 stig
mItz mItz 316 stig
Smuffi Smuffi 310 stig
Gizzi Gizzi 310 stig
SmeLkuR SmeLkuR 274 stig
Fyrir Unreal Tournament

Jæja það var löngu komið tímabært að semja Thursahjálp fyrir UT samfélagið þar sem það er ekki einfalt fyrir alla að byrja að spila þenna (frábæra :) leik.

Version
Til að sjá hvaða version af UT þú ert með startaru einfaldlega leiknum og ferð inn í Main Menuið. Þá ætti að standa Version 436 uppi í hægra horninu. Ef þú ert með V436 þá ertu í góðum málum. Ef ekki þá skaltu Downloada þessum patch.

Maps
Til að spila UT á Simnet serverum þarftu eftirfarandi mappacka :
Fyrir CTF, Simnet UT CTF
Mappack 1
Mappack 2
Mappack 3
Mappack 4
Mappack 5
Mappack 6
ClanBaseUTCTFSeason5mappack


Og fyrir DeathMatch

DM mappack 1
DM mappack 2
1v1 mappack 1
Bendi þó á að 1on1 DM er ekki mikið spilað, en þó geta þessi möp verið nauðsynleg fyrir UT mót.

Hvernig installa ég möppunum?
Þú opnar Zip fælinn með Zip forriti, t.d. WinZip eða WinAce. Síðan extractaru eftirfarandi fælum á þessa staði: *.unr fer í UnrealTournament/maps *.utx fer í UnrealTournament/textures *.umx fer í fer í UnrealTournament/music *.uax fer í UnrealTournament/sounds *.u, *.int, *.ini, *.exe, *.bat, *.dll og *.log, *.url fara í UnrealTournament/system *.umod þarf aðeins að tvíklikka á fælinn. Ef það virkar ekki þá ertu líklegast með sjóræningjaútgáfu af UT, skamm skamm >) *.uxx fer í UnrealTournament/cache *.txt, *.htm, *.html, *.bmp, *.jpg, *.jpeg, *.gif og *.ico fara í UnrealTournament/help ATH.! Það þarf ekki endilega að extracta þessum fælum í help. Þetta á þó auðvitað aðeins við Unreal tengda fæla.

Aðrir fælar
Í augnablikunu er það bara Clickboard2 og kannski UTpure. ClickBoard er lítill mutator sem sýnir hverjir hafa clickað þegar tournament mode er á. Tournament er svipað og /ready í Quake 3. UTpure er einfaldlega svindlvörn sem kemur í veg fyrir aimbotta, wallhöck o.fl. svindl. Hér finnuru ClickBoard2 en UTpure er dl-að af servernum. UT á IRC
Íslensku UT rásirnar á IRC eru #ut.is og #unreal.is. #ut.is er official rásin er #unreal.is er meira einsog chatty rás. Ef þú veist ekki hvað IRC er náðu þér þá í UTmirc á www.utmirc.de. Þegar það er búið installaðu því þá og keyrðu það upp. Skrifaðu síðan /server irc.simnet.is:6660-6669 eða /serve rircd.ircnet.is:6660-6669 og farðu inn á rásirnar sem ég nefndi hér áðan.

Ég er með UT V436 installaðan, kominn með möppin og ClickBoard, hvernig tengist ég server?
Einfalt, þú ferð einfaldlega inn í leikinn velur þar Multiplayer-open location og skrifar þar IP eða URL á server. T.d. skjalfti26.simnet.is:7777. Síðan geta þeir sem nenna refreshað alla CTF serverana og fundið Simnet CTF og addað í favourites :).

Þegar ég tengist server kemur alltaf 'Server refused to send ...'
Ertu viss um að þú hafir installað þeim fæl rétt?Þú getur prófað að finna fælinn og installa honum aftur. Ef þú finnur ekki fælinn þá geturu prófað að leita á þessari síðu.

Ég er með UT installaðan en þegar ég reyni að tengjast við server kemur alltaf '... version mismatch'
Í þessu tilfelli dugir oftast að finna fælinn í Unreal foldernum, eyða honum og dl-a frá servernum. Mæli þó með að þið geymið fælinn til öryggis ef eitthvað skyldi koma upp á við að færa hann úr Unreal foldernum.

Hvaða upplausn á ég að nota?
Það fer bara eftir hvað þú fílar, persónulega finnst mér 800x600 og 32bita Textures best þó vélin ráði við meira. Mæli með að þeir sem eru með hægvirkari vélar noti 16bita textures og setji world texture detail og skin detail í 'low'.

Hvaða video mode er best fyrir UT?
Án efa OpenGL. Til að skipta yfir í OpenGL úr öðru video mode-I startar maður Unreal í Safe-mode og velja ' Change my 3d video device'. Þar inni skal haka við show all devices og velja þar OpenGL.

Hvað er FPS?
FPS stendur fyrir frames per second eða rammar á sekúndu. FPS er því í raun mælikvarði á það hversu oft skjárinn refresher sig á hverri sekúndu. Fyrir þá sem halda að FPS skipti engu þá þýðir hærra FPS = Meiri hittni.

Hvernig sé ég FPSið mitt í UT?
Skrifar 'timedemo 1' í console. Ef þú ert með lægra FPS heldur en 50 þá ættiru að prófa að lækka upplausnina þína eða detailið aðeins.

Ég er með fast 60fps á minni ofur-vél og ofvirka skjákorti í OpenGL, hvað er málið?
Ertu kannski með VerticalSync á? VSync er nokkurs konar sía sem festir fps í einhverri ákveðinni tölu, oftast 60. Til að taka Vsync af þá hægrismelliru á Desktop og velur þar options-settings-advancedGeForce flipann-additional properties-OpenGL settings og stillir þar Vertical sync á 'Always off'.

Hvernig binda ég voice commands eða taunts?
Ferð inn í UT velur options, preferences, input og speech binder. Þar inni er valmynd til þess að binda voice.

Hvernig binda ég venjuleg message?Say eða Teamsay?
Til þess eru til 3 leiðir. Ég ætla að lýsa þeirri sem mér finnst einföldust og þægilegust. Þú ferð inn í UnrealTournament/system folderinn og finnur þar user.ini. Þú opnar userinn (user.ini er configginn fyrir UT sem inniheldur upplýsingar um takkana o.fl.) finnur þar nafnið á takkanum sem þú vilt binda t.d. CapsLock. Við takkann skrifaru 'Say message-ið hér'. Þá ætti það að líta út svona 'CapsLock=Say message-ið hér'. Eða fyrir teamsay 'Teamsay message-ið hér'.

Gaming language
Gg - good game Gj - good job Ns - nice shot Lol - laughing out loud Rofl - Rolling on the floor laughing Roflmao - Rolling on the floor laughing my ass off Kmr - kemur n00b - Newbie, gænjaxl. Oftast átt við nýja og óreynda spilara gl - good luck hf - have fun

Áhugaverðir linkar
PlanetUnreal.com
UnrealTournament.com
beyondunreal.com
Tæknigreinar eftir Íslendinga
Quake þursahjálpin eftir Smegma


Jæja, þá er þessi þekking orðin opin fyrir almenningi, vona að þetta nýtist sem flestum. Ef þið hafið einhverjar spurningar sendið mér þá bara mail á ingodav@simnet.is eða talið við mig á IRC.Gl&hf,
DippeR

================================================================== ==================================================================

Formáli

Daginn.

ATH. !! Nýtt UT2003 demo Komið út (V2206)
Demoið er að finna á http://ut.stuff.is

Unreal Tournament 2003 er 'framhaldið' af Unreal Tournament sem kom út nóv '99. Leikirnir eru framleiddir af Epic Megagames og digital Extremes, og þeim er dreift af Infogrames. Unreal Tournament vann til margra verðlauna þám. Game of The year. Leikurinn kom svo síðar út á GOTY útgáfu.

UT leikirnir eru aðallega hugsaðir fyrir multiplayer en hafa þó single player support. SPið í UT var hörmung en það lítur mjög vel út í UT2003. Bendi þó á að UT2003 er gjörólíkur UT, er heldur 'Quakelegri' heldur en fyrri leikurinn einsog margir orða það.

Að koma sér í gang

Að sjálfsögðu þarftu að eiga eintak af leiknum, sem fæst í flestum tölvuverslunum um land allt. Skelltu leiknum inn og sláðu inn cd-keyinn þinn sem er að finna aftan á bæklingnum. ATH.! Alls ekki gefa neinum CD-Keyinn ykkar þarsem Epic á eftir að fara af stað með kerfi svipað því sem notað er í HL. þe. að notendur með sama cd key geti ekki tengst inn á sama server í einu eða jafnvel ekki spilað online báðir í einu. ATH.! Til að spila online þarftu að dl-a nýjasta patchinum fyrir leikinn hverju sinni. Ásamt hinum ýmsu bonus pöckum sem gefnir eru út af epic games eða Digital Extremes og user made möppum.
Patch #5 (version 2225) er að finna Hér
Einnig er hægt að nota svokallað "BrightSkins" modd frá Epic sem gerir teamskinnin bjartari með 2225 patchinum. Brightskins er að finna Hér
DigitalExtremes Bonusmappack.zip
Epic BonusPack 1- Nauðsynlegt er að hafa V2199 patchinn (eða nýrra) svo að bonus packinn virki

Mappackar:

Ice ut2k3 mappackinn sem inniheldur öll helstu borðin og er nóg fyrir mót einsog duel keppnina

Aðrir mappackar :

CasMaps 1
CasMaps 2 - DM
Z server mappack 1

Að installa möppum og öðrum unreal tengdum fælum
 • *.UT2 fælar fara í ut2003\maps
 • *.utx fælar fara í ut2003\textures
 • *.ogg fælar fara í ut2003\music
 • *.uax fælar fara í ut2003\sounds
 • *.usx fælar fara í ut2003\StaticMeshes
 • *.int, *.ini, *.dll, *.exe, *.dem, *.u fara í ut2003\system,
 • *.ut2mod skulu keyrð með unreal installer eða windows installer og installað í ut2003 möppuna.


Hvernig tengist ég server?

Til þess að tengjast server er einfaldast að nota The All-seeing eye server browserinn. ASE er frítt forrit sem virkar fyrir flestalla netleiki sem eru spilaðir í dag, mæli eindregið með þessari snilld. Annars er hægt að nota innbyggða server browserinn í UT2k3 eða skrifa 'open iptala:port' í console (default æ).

Hvernig binda ég takka ?

Einfalt, ef að menuið ingame (Menu > Settings > Controles) dugar þér ekki þá eru nokkrar aðrar leiðir;

 • Í gegnum console - Tekur upp console (default 'æ') og skrifar Set input takki virkni Dæmi: 'Set input e switchweapon 4' (wpn 4 = Shock rifle)
 • Í User.ini - Ferð í folderinn þar sem þú installaðir UT2003 (Default er C:\UT2003) þar inni í System folderinn og finnur .ini fæl sem heitir 'User.ini'. User.ini er sambærilegur cfg fælunum í Quake & HL. Semsagt, í user.ini ásamt ut2003.ini er nánast hægt að stilla allt í leiknum.

Hvernig nota ég Aliasa?

Einfalt, þú opnar user.ini og finnur tóman alias. Td. Aliases[31]=(Command="",Alias="None") Til að fá þennan alias til að gera eitthvað skrifarðu commandið inní svigana hjá command og nafnið á aliasnum inní svigana fyrir aftan alias. Td. Aliases[27]=(Command="ShowScores|OnRelease=ShowScores",Alias="ScoreToggle ") Síðan seturðu nafnið á aliasnum fyrir aftan takka semt þú vilt að framkvæmi aliasinn. Td. Tab=ScoreToggle.

Tweaking

Hér eftirfarandi koma ýmis ráð um hvernig megi boosta performance og FPS á kostnað grafík og detail í ut2k3.

 • Farðu í settings > audio og veldu þar 'Software sound'.
 • Farðu í settings > Details og afhakaðu allt, nema Blob shadows eða Trilinear Filtering, eftir því hversu öfluga vél þú ert með. Ef þú ert með 128mb skjákort eða stærra og vél sem nýtir það vel, veldu þá trilinear en annars Blob Shadows. mæli samt með því að fólk prófi sig áfram með þetta.
 • Farðu í settings > Video og veldu þar eins lága upplausn og þú getur hugsað þér að spila með og settu texture depth í 16 bita color.
 • Farðu í ut2003.ini og finndu þar '[D3DDrv.D3DRenderDevice]', og undir því DesiredRefreshrate. Settu þar inn refreshrate-ið þitt sem þú notar við upplausnina sem þú spilar ut2003 í. ATH. Ef þú veist ekki hvað refreshrate er eða gerir, slepptu þessu þá.
 • Farðu í ut2003.ini og finndu þar 'ReduceMouselag' undir '[D3DDrv.D3DRenderDevice]' og settu gildið 'false við það. ('ReduceMouselag=False').
 • Ef þú laggar online, þá ættirðu að prófa að breyta netspeed hjá þér. Það er gert með því að skrifa 'netspeed gildi' í console. Ath. að fínt netspeed fyrir 256 - 512k adsl er 5000-10000. Farið ekki yfir 10000 nema að vera með miklu stærri tengingu. Ef þú veist ekki hvaða netspeed þú ert með á hverja stundina, ýttu þá á F6 eða skrifaðu 'stat net' í console.


Demos
 • Til að taka upp demo skal skrifa 'demorec nafnádemo.dem' í console.
 • Til þess að spila demo skal skrifa 'demoplay nafnádemo.dem' í console.
 • Til þess að stoppa demo upptöku / afspilun demos skal skrifa 'demostop'


TTM

TTM, eða "The Tournament Mod" er ábót fyrir ut2003 sem hefur það að markmiði að gera ut2003 keppnishæfari einsog OSP gerir fyrir Quake 3 og RTCW. TTM addar ýsum fítusum sé því installað á server, svosem mapvote, brightskins, hitsounds og mörgu öðru. Hægt er að vota um flesta fítusa í TTM ef serverinn leyfir það. Bendi fólki á heimasíðu TTM og Þessa grein eftir [SoS]Castrate. Hægt er að dl-a TTMv2.2 af unreal.vaktin.is
IRC

Bendi þeim sem ekki hafa áður notað irc, að sækja sér irc client, þar sem irc og fleiri forrit eru mikið notuð í kringum netleiki. mIRC client er að finna Hér. Til að tengjast server skrifarðu /server irc.ircnet.is eða irc.simnet.is eftir að hafa sett inn nickname og aðrar upplýsingar inn í options. Að þessu loknu skrifarðu /join #ut.is í status gluggann til þess að komast inn á official unreal rásina.

Nokkrar ráðleggingar
 • Pirraðu ekki meðspilara með óþarfa ásökunum um svindl, ef viðkomandi svindlar fyrir víst; farðu þá í spectator mode og taktu upp demo ( aðeins hægt með version 2166 eða ofar) af viðkomandi (Skrifar 'demorec demoname' í console) og sendu síðan fælinn sem kemur í system folderinu í ut2003 möppunni zippaðan á unreal@simnet.is með upplýsingum um hvenær viðkomandi var að spila og undir hvaða nicki hann spilaði.
 • Rífðu ekki kjaft við meðspilara, né admina eða p1mpa
 • Adminar & p1mpar eru guðir þínir þegar þú spilar netleiki, þeim ber að hlýða í einu og öllu, og það sérstaklega á skjálftamótum
 • Ef þú vilt verða betri í leiknum, spilaðu þá meira og talaðu minna (Speki Svenna) og fylgstu með þeim sem eru betri en þú og æfðu þig að hreyfa þig einsog þeir og tileinkaðu þér þá hluti sem þeir hafa framyfir þig. Einnig er alltaf gott að æfa sig á trickum í instant action.

Lokaorð

Ég ætla mér að uppfæra þessa þursahjálp eins oft og þörf er á. Ef þið hafið spurningar eða ábendingar varðandi þetta skjal, hikið þá ekki við að senda mér Mail eða tala við mig á irc.
Nokkrir linkar;

UnrealTournament2003.com
Planetunreal
Hugi.is
Unreal forum á spjall.vaktin.is
Unreal.vaktin.is

Kveðja,
DippeR.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok