Ég las grein í mogganum um daginn um strák 15-16 ára sem hafði lært þetta tungumál á netinu. Ég ákvað að slá til og niðurhala (góð íslenska hah) þessu kennsluforriti og þetta er bara þrælsniðugt. Ég ætla að gefa ykkur slóðina og ef einhver nennir að læra þetta þá er ég tilbúin til þess að spjalla =)
http://www.ismennt.is/vefir/esperant/kurso.html
Nokkur orð á Esperanto
mi = ég
amiko = vinur
frato = bróðir
kafo = kaffi
bela = fallegur
sana = heilbrigður
varma = heitur
filo = sonur
viro = karlmaður
knabo = drengur
floro = blóm

Ég er nú sjálf ekki komin langt með æfingarnar en strax er ég búin að læra að fleirtalan er alltaf bara bæta ‘j’ við bæði nafnorð og lýsingarorð. Greinirinn er ‘la’ í öllum kynjum, föllum og tölum. Nafnorð enda alltaf á ‘o’ og lýsingarorð á ‘a’ . Já endilega bara niðurhala þessu :)

Önnur síða sem ég hef reyndar ekki farið inná ennþá en mér var sagt að það væri gagn af henni …
lernu.net
your bridges were burned, and now it's your turn