Íslenska

Við segjum “pínkupons” ekki “pinkupons” eða ég hef alla vega bara séð orðið skrifað með “í”-inu.

En stríðir þetta ekki gegn lögmálum íslenskunnar?

Hringur?
Fingur?
Kettlingur?

Eða er “pínkupons” kannski skrifað “pinkupons” og ég er bara eitthvað að rugla (ég veit að það á að vera skrifað eins og síðarnefnda, en þar sem ég sé þetta svo oft er ég í töluverðum vafa).