Mér finnst alveg hrikalegt að sjá hvað fólk er illa skrifandi hér á þessari síðu og á huga.is almennt. Ég fæ illt í augun. Ég er að koma til baka eftir langt hugahlé, voðalega glaður yfir þessu áhugamáli, en kem þá að þessum hrillingi. Ég hef varla lesið eitt einasta svar við einni einustu grein sem er rétt málfræðilega og/eða stafsetningarlega.
Af mér hrynja viskuperlurnar…