Gleymt lykilorð
Nýskráning
Tungumál

Tungumál

1.713 eru með Tungumál sem áhugamál
2.200 stig
42 greinar
427 þræðir
16 tilkynningar
77 myndir
79 kannanir
7.117 álit
Meira

Ofurhugar

girlygirl girlygirl 128 stig
Fimbulfamb Fimbulfamb 92 stig
Kalashnikov Kalashnikov 68 stig
flamma flamma 54 stig
Typpleysingur Typpleysingur 52 stig
Stjarna4 Stjarna4 48 stig
Sticky Sticky 42 stig

Stjórnendur

TungumálaséníTungumálaséní vikunnar á Tungumál er sweppur.


1.Nafn á Hugi.is : sweppur
2.Aldur: 15
3.Kyn: KK
4.Atvinna/nám:Geng í grunnskóla
5.Hvenær tókstu fyrst eftir að mismunandi tungumál voru töluð í heiminum? Ætli það hafi ekki verið svona um 5 - 7 ára aldurinn.
6.Hvenær fékkst fyrst áhuga fyrir tungumálum? Þegar ég kunni eitthvað almennilega í enskunni og var farinn að gera talað við annað enskumælandi fólk.
7.Hversu mörg tungumál talarðu og þá hversu vel hvert og eitt? Íslenskuna eins og hver annar Íslendingur, enskuna nánast reiprennandi, mætti bæta dönskuna og svo gæti ég líklegast bjargað mér í sænskunni.
8.Lestu mikið á öðrum tungumálum? Hvaða þá? Ég les mikið af efni á netinu sem er á ensku, kíkí líka stundum í eina og eina bók sem er á ensku og svo hef ég lesið eitthverjar dönsku bækur.
9.Uppáhaldstungumál (hvers vegna?): Mér finnst sænskan heilla mig alveg óskaplega 10.Hvað finnst þér um tilbúin tungumál eins og Esperanto? Hef svo sem voða lítið um það annað að segja en að þetta heillar mig ekki mikið, sérstaklega þar sem að þetta mál er notað svo lítið.
11.Einhver lokaorð? Þó að þú lærir önnur tungumál þá ekki gleyma uppruna þínum.

TungumálaséníTungumálaséní vikunnar á Tungumál er Achilles.


1.Nafn á Hugi.is : Achilles
2.Aldur: 17
3.Kyn: Kvk
4.Atvinna/nám:Geng í menntaskóla
5.Hvenær tókstu fyrst eftir að mismunandi tungumál voru töluð í heiminum? Er ekki alveg með dagsetninguna en ætli það hafi ekki bara verið þegar ég fór að horfa á sjónvarp
6.Hvenær fékkst fyrst áhuga fyrir tungumálum? Held að áhuginn hafi alltaf verið til staðar, en svona til að vera nákvæmari þá held ég að hann hafi byrjað almennilega þegar ég fór til útlanda í fyrsta skipti og heyrði fólk tala eitthvað sem ég skildi ekki
7.Hversu mörg tungumál talarðu og þá hversu vel hvert og eitt? Ég tala íslenskuna mjög vel þar sem ég er íslensk, ég tala ensku líka reiprennandi, sæmileg í dönsku og bjagaða frönsku. Hef einnig mikinn áhuga á að læra latínu (kann nokkur orð í henni) og írsku.
8.Lestu mikið á öðrum tungumálum? Hvaða þá? Aðallega ensku, svo líka íslensku að sjálfsögðu, frönsku og svo aðeins dönsku.
9.Uppáhaldstungumál (hvers vegna?): Enskan, því mér finnst hún einhvernveginn koma svo af sjálfu sér. Síðan heillar latínan mig óskaplega en það er önnur saga. 10.Hvað finnst þér um tilbúin tungumál eins og Esperanto? Tja hugmyndin á bakvið málið er svo sem ekki svo vitlaus á en ég held að heimurinn sé ekki tilbúin í svona stóra skuldbindingu.
11.Einhver lokaorð? Lesið eins mikið og þið getið á öðrum tungumálum en móðurmálinu.

TungumálaséníTungumálaséní vikunnar á Tungumál er LitlaFreak.


1.Nafn á Hugi.is : LitlaFreak
2.Aldur: 14
3.Kyn: kvk
4.Atvinna/nám:Grunnskóli :=(currently í Póllandi)
5.Hvenær tókstu fyrst eftir að mismunandi tungumál voru töluð í heiminum? Flutti 3 ára, lærði íslensku í leikskóla og gegnum árin :)
6.Hvenær fékkst fyrst áhuga fyrir tungumálum? 3 ára býst ég við :P
7.Hversu mörg tungumál talarðu og þá hversu vel hvert og eitt? Ég tala íslensku vel, ensku vel, pólsku vel,dönsku nokkuð vel og þýsku sem algjört basic
8.Lestu mikið á öðrum tungumálum? Hvaða þá? Pólsku,íslensku og ensku, svo náttlega þýsku í skólanum
9.Uppáhaldstungumál (hvers vegna?): Enska, því hún er svo létt :I Þökk sé henni fattar maður sum orðin í þýsku og dönsku 10.Hvað finnst þér um tilbúin tungumál eins og Esperanto? Væri til í að læra það !
11.Einhver lokaorð? Íslendingar: 300 þús Póllverjar: 7 þús Filipar: 4 þús annað: 9 þús Þannig að það er engin hætta á að útlendingar taki yfir landið...Stop saying it, it hurts :(


TungumálaséníTungumálaséní vikunnar á Tungumál er vettlingurinn.


1.Nafn á Hugi.is : vettlingurinn
2.Aldur: 18
3.Kyn: kvk
4.Atvinna/nám:3.ár í menntaskóla
5.Hvenær tókstu fyrst eftir að mismunandi tungumál voru töluð í heiminum? Ég var ung, heyrði að það var talað annað tungumál í sjónvarpinu.
6.Hvenær fékkst fyrst áhuga fyrir tungumálum? Í 5 bekk
7.Hversu mörg tungumál talarðu og þá hversu vel hvert og eitt? Ég tala íslensku vel, ensku vel, dönsku nokkuð vel og frönsku ágætlega.
8.Lestu mikið á öðrum tungumálum? Hvaða þá? Ég les á ensku, og svo á frönsku þegar ég er að læra í skólanum.
9.Uppáhaldstungumál (hvers vegna?): Íslenska. Afþví ég skil hana best og ég er frá Íslandi. 10.Hvað finnst þér um tilbúin tungumál eins og Esperanto? Hef enga skoðun.
11.Einhver lokaorð? Nope :DTungumálaséní vikunnar á Tungumál er mariaa69.


1.Nafn á Hugi.is : mariaa69
2.Aldur: 17
3.Kyn: kvk
4.Atvinna/nám: Er að vinna.
5.Hvenær tókstu fyrst eftir að mismunandi tungumál voru töluð í heiminum? Þegar ég var 6 ára og bjó í Mexico þá gerði ég mér grein fyrir að pabbi væri spánverji.
6.Hvenær fékkst fyrst áhuga fyrir tungumálum? Strax og ég fattaði að pabbi væri spánverji og gæti kennt mér:D
7.Hversu mörg tungumál talarðu og þá hversu vel hvert og eitt? 4. Ég tala reiðbrennandi íslensku. Ágæta Ensku. Eitthvað í dönsku og næstum því reiðbrennandi Spænsku.
8.Lestu mikið á öðrum tungumálum? Hvaða þá? Ég les ekki mikið á öðrum tungumálum En það kemur fyrir að ég lesi á spænsku bækur.
9.Uppáhaldstungumál (hvers vegna?): Mér finnst spænska fallegasta og skemmtilegasta tungumálið. Það heillar mig alveg uppúr skónum.
10.Hvað finnst þér um tilbúin tungumál eins og Esperanto? Frekar tilgangslaust. En fyndið:)
11.Einhver lokaorð? Takk fyrir mig:DTungumálaséní vikunnar á Tungumál er Halldor123.


1. Nafn á Huga.is: Halldor123
2. Aldur: 15
3. Kyn: kk
4. Atvinna / Nám: Lokaár í gagnfræða skóla.
5. Hvenær tókstu fyrst eftir að mismunandi tungumál voru töluð í heiminum? Ég hef eiginlega alltaf vitað það. Þegar ég var lítill þá horfði ég og foreldrar mínir alltaf á enskar bíómyndir. Síðan var Cartoon Network alltaf á dönsku!
6. Hvenær fékkst fyrst áhuga fyrir tungumálum? Þegar ég fékk áhuga á Landafræði. Þá vissi ég að í heimnum er talað alveg hrikaleg mikið af tungumálum.
7. Hversu mörg tungumál talarðu og þá hversu vel hvert og eitt? Ég tala íslensku reiprennandi, enskuna líka, ég er mjög slappur í dönskunni, af því að ég sýndi voða lítinn áhuga á að læra þetta tungumál þegar ég var litill.
8. Lestu mikið á öðrum tungumálum? Hvaða þá? Ég les mjög mikið á öðrum tungumálum, aðallega ensku og íslensku. Og þá oftast greinar á www.wikipedia.org
9. Uppáhaldstungumál (hvers vegna?): Það væri þýska, af því hún er svo hip hop og kúl.
10. Hvað finnst þér um tilbúin tungumál eins og Esperanto? Þau er kúl.
11. Einhver lokaorð? Bara, takk fyrir mig!Tungumálaséní vikunnar 7. júlí - 13. júlí 2007 á Tungumál er aegishjalmur.


1. Nafn á Huga.is: aegishjalmur
2. Aldur: 17
3. Kyn: kvk
4. Atvinna / Nám: Er á öðru ári á náttúrufræði/hraðbraut við Menntaskólann á Egilsstöðum.
5. Hvenær tókstu fyrst eftir að mismunandi tungumál voru töluð í heiminum? Þegar ég var eins og hálfs árs, flutti heim frá Svíþjóð og hætti að læra að tala af því tungumálin rugluðu mig :P
6. Hvenær fékkst fyrst áhuga fyrir tungumálum? Ég er ekki viss. Ég byrjaði að læra orð í norsku þegar ég var í Noregi 8-9 ára. Fékk áhuga á frönsku, portúgölsku o.fl. þegar ég fór að lesa texta með lögum á þeim tungumálum.
7. Hversu mörg tungumál talarðu og þá hversu vel hvert og eitt: Ég tala íslensku reiprennandi, ensku nokkuð vel en ekki reiprennandi, get bjargað mér á "skandinavísku" (blöndu af norsku, sænsku og dönsku) og get sett saman einfaldar setningar í frönsku.
8. Lestu mikið á öðrum tungumálum? Hvaða þá. Hvaða þá? Ég les mikið á ensku og er nýfarin að lesa á sænsku, þá bækur sem eru upphaflega á þeim tungumálum.
9. Uppáhaldstungumál (hvers vegna?): Mér finnst íslenskan fallegust en franska er falleg og sænska er sæt :)
10. Hvað finnst þér um tilbúin tungumál eins og Esperanto? Það væri gaman að kunna þau en það er tilgangslaust að reyna að gera "alþjóðatungumál".
11. Einhver lokaorð? Takk fyrir mig. Merci beaucoup.

Tungumálaséní vikunnar 26. júní - 2. júlí 2007 á Tungumál er Superofurkleinan.


1. Nafn á Huga.is: Superofurkleinan
2. Aldur: 14
3. Kyn: kvk
4. Atvinna / Nám: Er í níunda bekk í grunnskóla og vonast til að umsókn í hagkaup verði samþykkt =)
5. Hvenær tókstu fyrst eftir að mismunandi tungumál voru töluð í heiminum? Ehh... bara þegar ég byrjaði að tala held ég. Frænka mín hefur alltaf talað við mig á ensku (hún er írsk) þar sem hún er mjög léleg í íslensku.
6. Hvenær fékkst fyrst áhuga fyrir tungumálum? Þegar Sally byrjaði að kenna mér írskuna.
7. Hversu mörg tungumál talarðu og þá hversu vel hvert og eitt: Íslensku, heldur enskuskotna en annar mjög vel; ensku mjög vel enda talað hana allt mitt líf; írsku, ég er ágæt í henni en hún er víst mjög stíf hjá mér :/; sænsku, þónokkuð vel; dönsku bara vel, en ekkert meira en aðrir níundubekkingar; var að byrja að læra þýsku og kann mjög lítið; get gert mig skiljanlega ef lífsnauðsynlegt er á velsku, spænsku og frönsku; svo kann ég nokkur orð í kínversku, japönsku, pólsku og finnsku.
8. Lestu mikið á öðrum tungumálum? Hvaða þá. Já, ég les mjög mikið á ensku og sænsku og líka svolítið á írsku
9. Uppáhaldstungumál (hvers vegna?): Írska. Naitannen Eire :) Elska fallegu yndislegu grænu eyjuna og allt við hana.
10. Hvað finnst þér um tilbúin tungumál eins og Esperanto? Æji mér finnst þau hálftilgangslaus.
11. Einhver lokaorð? Lærið eins mörg tungumál og þið getið á ævinni. Þið kynnist ótrúlegum heimi.

Tungumálaséní vikunnar 2. febrúar - 8. febrúar 2007 á Tungumál er DrDie.


1. Nafn á Huga.is: DrDie
2. Aldur: 17
3. Kyn: kk
4. Atvinna / Nám: Nemandi á samfélagsfræðibraut í Svíþjóð. (Held að það kallast bara félagsfræði á Íslandi)
5. Hvenær tókstu fyrst eftir að mismunandi tungumál voru töluð í heiminum? Á Cartoon Network, þegar ég var yngri, horfði ég alltaf á Dexter þar.
6. Hvenær fékkst fyrst áhuga fyrir tungumálum? Bara um leið ég ég byrjaði að læra ensku.
7. Hversu mörg tungumál talarðu og þá hversu vel hvert og eitt: Ég tala reiprennandi Íslensku, Ensku, Dönsku og Sænsku (Þó svo "blanda" ég stundum Dönsku og Sænsku). Síðan er ég að læra Þýsku og Japönsku.
8. Lestu mikið á öðrum tungumálum? Hvaða þá. Hræðilega mikið, mig fynnst best að lesa bækur á því tungumáli sem að þær eru skrifaðar á.
9. Uppáhaldstungumál (hvers vegna?): Latína, ég elska gömul tungumál.
10. Hvað finnst þér um tilbúin tungumál eins og Esperanto? Að taka burt tungumál er að taka burt menningu manneskja/þjóða.
Það er ekki merkilegt að fara að skoða spænska menningu þegar allir eru að tala ensku, er það nokkuð?
11. Einhver lokaorð? Bara hreint út sagt frábært að fá tungumála áhugamál hérna.

Tungumálaséní vikunnar 20. janúar - 26. janúar 2007 á Tungumál er IceDane.


1. Nafn á Huga.is: IceDane
2. Aldur: 15
3. Kyn: kk
4. Atvinna / Nám:Er í námi á körfuboltalínu í skóla í Danmörku.
5. Hvenær tókstu fyrst eftir að mismunandi tungumál voru töluð í heiminum? Jaa, ég veit ekki alveg hvenær ég tók eftir því. Örugglega þegar ég byrjaði að spila tölvuleiki.
6. Hvenær fékkst fyrst áhuga fyrir tungumálum? Hef alltaf verið að fá 9ur og 10ur á íslandi í ensku og íslensku, en áhuginn vaknaði aðallega þegar ég flutti til Danmörku og byrjaði að læra þýsku og dönsku.
7. Hversu mörg tungumál talarðu og þá hversu vel hvert og eitt: Tala íslensku, ensku og dönsku reiprennandi, nóg til að geta rutt mér í gegnum þýskar heimasíður í þýsku og ég ætti að kunna esperanto, en ég er frekar ryðgaður vegna lítillar notkun á því tungumáli.
8. Lestu mikið á öðrum tungumálum? Hvaða þá. Bý í Danmörku, þannig nálægt því allt sem ég les á Dönsku. Er einnig mikið á netinu og les því mikið ensku.
9. Uppáhaldstungumál (hvers vegna?): Enska. =) Því hún er einföld og það er auðvelt að tjá sig með henni.
10. Hvað finnst þér um tilbúin tungumál eins og Esperanto? Mér finnst sú hugmynd ágæt að láta heiminn tala sama tungumál, þó svo að ég geri mér alveg grein fyrir því að það muni aldrei ske, einfaldlega vegna þess að það er of stór biti að taka í einu. Það væri annars kostur, vegna þess hve auðvelt esperanto er, en að mínu mati, þá eru mismunandi tungumál einn af þeim hlutum sem gera okkur öðruvísi frá hvort öðru.
Það er ekki merkilegt að fara að skoða spænska menningu þegar allir eru að tala ensku, er það nokkuð?
11. Einhver lokaorð? Danska er í rauninni mun auðveldari en hún er. Líkurnar eru á því að "svali" náunginn í bekknum þínum sem segir að hún sökki sé námslega vangefinn og/eða of svalur til að nenna að læra einhvern skapaðann hlut. Einnig er það líklegt að kennarinn þinn sé handbendi djöfulsins sjálfs og sé með rödd sem er álíka seðjandi og væl í ketti sem lendi í þvottinum.

En já, gefið dönsku séns. =)

Tungumálaséní vikunnar 4. janúar - 10. janúar 2007 á Tungumál er Tanbursti.


1. Nafn á Huga.is: Tanbursti
2. Aldur: 12
3. Kyn: kvk
4. Atvinna / Nám: Hirða um hesta og eikkað svona.
5. Hvenær tókstu fyrst eftir að mismunandi tungumál voru töluð í heiminum? uu...þegar ég fór að hlusta.
6. Hvenær fékkst fyrst áhuga fyrir tungumálum? öruglega í 4.bekk.
7. Hversu mörg tungumál talarðu og þá hversu vel hvert og eitt: íslensku,Dönsku,Soldið í sænsku og ensku og þó nokkuð í spænsku.
8. Lestu mikið á öðrum tungumálum? Hvaða þá. Hvaða þá. ég get lesið á spænsku og norsku,donsku og sænsku eða þessum norðurlanda fóti.
9. Uppáhaldstungumál (hvers vegna?): Spænska vegna þess að það er lang auðveldast að læra hana þó svo hun sé svona öðruvísi en íslenska.
10. Hvað finnst þér um tilbúin tungumál eins og Esperanto? ég veit ekki hvað það er :S
11. Einhver lokaorð? Adios

Tungumálaséní vikunnar 27. desember - 3. janúar 2007 á Tungumál er Shizzel.

1. Nafn á Huga.is: Shizzel
2. Aldur: 17
3. Kyn: Karlkyns
4. Atvinna / Nám: Húsasmiðjan, en er að læra rafmagnsfræði í FSu.
5. Hvenær tókstu fyrst eftir að mismunandi tungumál voru töluð í heiminum? Minnir að það hafi verið þegar ég sá að Lion King var á ensku :)
6. Hvenær fékkst fyrst áhuga fyrir tungumálum? Þegar ég fékk að kynnast hvernig var að læra ensku í 5. bekk
7. Hversu mörg tungumál talarðu og þá hversu vel hvert og eitt: Íslenska - mjög vel, geri samt villur því ég hef aldrei náð henni 100%. Ensku, tala hana mjög vel og get haldið uppi líflegum og skemtilegum samræðum á ensku. Dönsku - get bjargað mér og tala hana semi vel ef ég einbeiti mér. Spæsnku, get bjargað mér á matsölustöðum með matseðilin fyrir framan mig :P og síðan kann ég að telja uppá 10 á japösnku :P
8. Lestu mikið á öðrum tungumálum? Hvaða þá. Ég les ekki nema að það sé nauðsin, ef ég þarf að lesa þá les ég svo lengi sem ég skil eitthvað í tungumálinu sem þetta er á
9. Uppáhaldstungumál (hvers vegna?):Enskan því ég frekar mikið tengur henni, afi var frá BNA. Síðan er það líka spænska því hún er svo flott sama á við um frönskuna, hún er ekkert smá töff.
10. Hvað finnst þér um tilbúin tungumál eins og Esperanto? Æ, ég veit ekki, mér finst að þetta ætti að vera miklu einfalda, mér finst að fólk eigi ekki að vera að flækja heiminn meira með fleiri tungumálum, satt að segja fint mér að það eigi bara að vera eitt alþjóða tungumál í heiminum.
11. Einhver lokaorð? Hvar værum við án tungumáls??

Tungumálaséní vikunnar 26. nóvember - 03. desember

1. Nafn á Huga.is: Bflyer
2. Aldur: 16 og 1/2
3. Kyn: Karlkyns
4. Atvinna / Nám: Ýmislegt og í Menntaskóla.
5. Hvenær tókstu fyrst eftir að mismunandi tungumál voru töluð í heiminum? Einhverntímann í svona 4. eða 5. bekk þegar mor og far voru að hugsa um að fara til Dk. Þau sögðu að ég yrði að kunna dönsku til að koma með.
6. Hvenær fékkst fyrst áhuga fyrir tungumálum? Ég bara veit það ekki alveg, líklega þegar ég byrjaði að spila leikinn Blitzkrieg fyrir ca. tveim árum, þar voru öll kort skrifuð á rússnesku hjá rússum.
7. Hversu mörg tungumál talarðu og þá hversu vel hvert og eitt: Íslensku mjög vel með norðlenskum hreim, ensku mjög vel, dönsku ágætlega, get reddað mér á þýsku og skil örlítið í rússnesku og auðvitað öðrum skildum málum.
8. Lestu mikið á öðrum tungumálum? Hvaða þá. Ég les mikið á ensku, ég les dönsku þegar ég þarf þess, þýsku líka, rússnesku og önnur slavnesk mál þegar ég fæ tækifæri til.
9. Uppáhaldstungumál (hvers vegna?):Þýska því það er flott mál og rússneska sömuleiðis. Gaman að skilja hluti sem aðrir skilja ekki.
10. Hvað finnst þér um tilbúin tungumál eins og Esperanto? Ég hef bara ekki mikla skoðun á því eins og er.
11. Einhver lokaorð? Það er kúl að kunna önnur mál en höldum samt í íslenskuna okkar góðu.


Tungumálaséní vikunnar 07. - 13. desember

1. Nafn á Huga.is: Brighton
2. Aldur: 16
3. Kyn: Kvenkyns
4. Atvinna / Nám: MH og vinn á elliheimili.
5. Hvenær tókstu fyrst eftir að mismunandi tungumál voru töluð í heiminum? Mjög fljótt held ég bara :P Maður talaði alltaf "úddlensku" þegar maður var lítill.
6. Hvenær fékkst fyrst áhuga fyrir tungumálum?Í 3.bekk þegar ég vildi læra tungumálin sem voru alltaf töluð í þáttum og myndum sem mamma horfði á. Fannst það svo fullorðinslegt :D
7. Hversu mörg tungumál talarðu og þá hversu vel hvert og eitt: Íslenskuna tala ég reiprennandi enda íslensk... Tala ensku líka reiprennandi enda skrifa ég og les meiri ensku heldur en íslensku. Ég er svona ágæt í dönsku. Stefni á að læra svo spænsku líka.
8. Lestu mikið á öðrum tungumálum? Hvaða þá. Ég les á íslenku og ensku enda kann ég ekki önnur tungumál nóg til þess að geta lesið.
9. Uppáhaldstungumál (hvers vegna?): Enska. Ég er bara alveg heilluð af bresku og allt sem tengist bretlandi. Finnst breska rosalega fallegt tungumál.
10. Hvað finnst þér um tilbúin tungumál eins og Esperanto? Mér finnst þau sniðug og finnst að ætti að kenna þetta í skólum.
11. Einhver lokaorð? 'Ein Elefant für dich'

Tungumálaséní vikunnar 26. nóvember - 03. desember

1. Nafn á Huga.is: JeffWho.
2. Aldur: 16.
3. Kyn: KK.
4. Atvinna / Nám: Er að vinna með námi akkurat núna, en ég er ekki viss um hvað ég geri í framtíðinni.
5. Hvenær tókstu fyrst eftir að mismunandi tungumál voru töluð í heiminum? Þegar að ég var lítill og Friends var í sjónvarpinu, mér líkaði ekkert sérlega vel við friends en ég las textana.
6. Hvenær fékkst fyrst áhuga fyrir tungumálum? það var ekkert svo langt síðan, mér byrjaði að líka vel við Japönsku og svo þýsku, eftir að ég byrjaði að læra þýsku gerði ég mér grein fyrir því hvað danskan er í raun létt.
7. Hversu mörg tungumál talarðu og þá hversu vel hvert og eitt: Ég tala Íslensku reiprennandi, Ensku líka frábærlega, ég get bjargað mér með Þýskuna og Dönskuna, svo kann ég eitt og eitt orð í Japönsku.
8. Lestu mikið á öðrum tungumálum? Hvaða þá. mjög mikið á ensku, sérstaklega manga.
9. Uppáhaldstungumál (hvers vegna?): Japanska, vegna þess að mig langar gjarnan að læra eitthvað ólíkt íslenskunni.
10. Hvað finnst þér um tilbúin tungumál eins og Esperanto? Mér finnst það bull og vitleysa að fara að ætla að láta allan heiminn tala sama tungumál, það bara getur ekki gengið upp, hvað ættum við þá að gera við allt sem að við erum búin að læra, bara kasta öllu því í burtu, öllum þeim árum sem að við höfum eitt í að læra, gengur kannski vel fyrir næstu kynslóðir en ég er ekki tilbúinn að henda frá mér íslenskunni og mun aldrei gera.
11. Einhver lokaorð? Endilega kynna sér hluti áður en að maður dæmir þá, aldrei dæma bókina útfrá kilinum.


Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok